Heimilisritið - 01.11.1952, Side 36

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 36
heyrði hún óm af rödd móður sinnar ,, Halló“. An þess að greina orðaskil, heyrði hún að móðir hennar fór að tala í símann, og Súsönnu varð rórra. Það var ekki til henn- ar. Þetta var líka svo snemma, sagði hún sefandi við sjálfa sig. Litlar, lýsandi minningamynd- ir fylltu hug hennar. Hún mundi, þegar unglingarnir voru að rabba saman og ærslast, og þau sátu saman í sófanum og horfðust svo lengi og dreymandi í augu, að það var eins og koss. Hún spratt fram úr rúminu og hljóp að speglinum, grönn, leggjalöng æskumær í krympuð- um, bláum náttfötum. Hún skoð- aði spegilmynd sína alvörugefin á svip, starði djúpt í endalausa gátu sinna eigin augna og hugs- aði með óttablandinni virðingu: Þetta er ég, Súsanna Carter, átján ára gömul. Hún baðaði sig í flýti, klæddi sig og fór í pils og blúsu. Svo gekk hún sönglandi niður stig- ann. 1 eldhúsinu smellti hún kossi á kinnina á mömmu sinni, áður en hún settist og fór að borða. Steikta svínakjötið var girnilegt, en þegar hún hafði borðað svo- lítið, varð henni hugsað til Dicks og símans, og þá ýtti hún diskin- um frá sér með undarlegri flökur- tilkenningu. Hún gekk út í garðinn og skellti dyrunum á eftir sér. Morg- unsólin breiddi sig yfir höfuð hennar og herðar eins og gullið sjal, og hún settist á verandar- þrepið og rifjaði upp atburði síð- ast liðins kvölds. Hvað var það, sem hann hafði sagt, þegar þau stóðu við viðtækið. Það var eitt- hvað um hárið á henni —. ,,Súsanna!“ heyrðist hrópað úr eldhúsinu. Hún opnaði augun mótþróafull og sá móður sína standa í eldhúsdyrunum. ,,Get- urðu ekki skroppið út í búð fyrir mig ?“ Súsanna stundi: ,,Ó, mamma,“ sagði hún óþreyjufull, ,,getur Frank ekki farið ? Eg bíð eftir mjög áríðandi símtali.“ ,,Ég veit ekkert, hvar Frank er,“ sagði frú Carter þolinmóð. ,,Þú ert heldur ekki nema örfáar mínútur að því.“ Súsanna stóð upp, þótt henni væri það sýnilega á móti skapi. ,,Ef einhver hringir, segðu þá að ég komi strax aftur. Viltu lofa því ?“ Frú Carter kinnkaði kolli ann- ars hugar og fékk dóttur sinni peninga og innkaupalista. Sús- anna gekk niður garðstíginn, út um hliðið og út á götuna með löngum skrefujn. Inni í matvöru- búðinni var hún að ærast af ó- þolinmæði, meðan hún beið eftir 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.