Heimilisritið - 01.11.1952, Qupperneq 37

Heimilisritið - 01.11.1952, Qupperneq 37
að röðin kæmi að henni. Hún gerði sér allan tímann í hugar- lund, að síminn hringdi heima og djúp rödd Dicks spyrði: ,,Er Sús- anna við ?“ Og hún heyrði móð- ur sína segja: ,,Hún er ekki heima í augnablikinu .. .“ Skyldi hann þá hringja aftur ? Hún hraðaði sér heim með vörurnar. Þegar hún kom fyrir hornið, fór hún að hlaupa, þótt hún skammaðist sín hálfpartinn fyrir það, en hún gat ekki annað. Þegar Baxter gamli kallaði til hennar út úr garðinum sínum: ,,Góðan daginn, Súsanna, þú ert á hraðri ferð núna !“ veifaði hún til hans og hrópaði: ,,Mamma bíður eftir mér með matvörurn- ar,“ eins og Carterfjölskyldan væri hálf dauð úr hungri heima og biði eftir matnum, sem hún kom með. ,,Hefur nokkur hringt ?“ spurði hún móð, þegar hún rétti móður sinni vörurnar. ,,Nei, enginn,“ sagði móðir hennar rólega. Súsanna var á vakki allan morguninn, nema hvað hún reyndi árangurslaust að líta í skáldsögu öðru hvoru. Þessi skáldaði ástarróman virtist svo litlaus og dauður í samanburði við tindrandi möguleika raun- veruleikans. Það var enn árla dags — alltof árla til þess að byrja að hafa áhyggjur út af því þótt Dick hringdi ekki. Hún var ávallt að gera sér í hugarlund, að síminn hringdi, og að það væri Dick. Hún heyrði rödd hans; þau töluðu létt og ó- þvingað saman. Hann spurði, hvort þau gætu sézt í kvöld, og hún neitaði, hún ætlaði því mið- ur út. En kannske á morgun ? Það var auðheyrt að hann var eftirvæntingarfullur. Já, það gæti vel verið. Hún var vingjarnleg, en þó var svolítill kuldablær í röddinni, svo að hann væri ekki of öruggur. Það var rétti mátinn. Síminn hringdi. Súsanna, sem sat þessa stundina í hægindastól, hrökk við. Svo heyrði hún mjúka rödd móður sinnar; „Súsanna, það er til þín.“ ,,£g er að koma,“ sagði hún rámrödduð. Henni fannst hún vera alltof stór og stirðbusaleg, þegar hún stóð upp og rak legg- inn í stólgrindina. En hún tók ekki eftir því að hana kenndi nokkuð til. Það fór hálfgerður 'hrollur um hana, þegar hún svar- aði í símann. ,,Halló,“ sagði hún með kulda- legri rödd. Skræk stúlkurödd skar hana í eyru. ,,Halló, Sússa! Það er Mýra !“ Æ, nei, hugsaði Súsanna hrygg. Hjartað hætti að slá af NÓVEMBER, 1952 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.