Heimilisritið - 01.11.1952, Side 41

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 41
lokaÖi dyrunum á eftir sér. Faðir Lennar var falinn bak við blað- ið. Frank sat á skammelinu fyr- ir framan viðtækið, og móðir hennar sat undir lampanum og var að stoppa í sokka. Súsanna virti þau fyrir sér á- nægjulega — það var indæl fjöl- skylda, sem hún átti — hún gat prísað sig sæla! ,,Mamma,“ sagði hún og var mikið niðri fyrir, ,,ég ætla upp að skipta um föt. Fg ætla út með af- tragðs pilti, sem ég hitti í gær- kvöld. Hann heitir Dick Sheld- on.“ ,,Það var gaman fyrir þig,“ sagði frú Carter brosandi. Faðir hennar leit upp dálítið brúnaþungur. ,,Ég hélt að þú værir þreytt,“ sagði hann. ,,Þreytt?“ sagði Súsanna vandræðalega. Kinnar hennar voru rjóðar og hún var þrungin af þrótti. ,,Þreytt? Nei, nei!“ ,,Nú, en þú sagðir —“ ,,John,“ greip frú Carter blíð- lega fram í fyrir honum, ,,láttu hana eiga sig. Súsanna, farðu í græna kjólinn þinn. Hann fer þér svo vel.“ Súsanna þrýsti glóðheitri kinn- inni að vanga móður sinnar. ,,Þú ert svo sæt og góð,“ hvíslaði hún. Svo var hún farin. Frú Carter sat þögul um stund. ,,Veiztu það,“ sagði hún, ,,ég vildi ekki, hvað sem í "boði væri, vera aftur orðin stúlka á þessum aldri.“ Maðurinn hennar starði stein- hissa á hana. ,,Vildirðu ekki ? Hvers vegna ?“ Frú Carter sat grafkyrr og ein- blíndi fram fyrir sig. Litla stund virtist hún sokkin niður í hugs- anir um sína næstum gleymdu æskudaga. Það sem rifjaðist upp fyrir henni, lokkaði fram bros á varir hennar, en brosið var bland- ið angurværð og samúð. Hún svaraði ekki spurningu mannsins síns. * 2500 krónur í boði Þeir, sem réðu allar sex get- raunirnar í maí—sept.-heftum heimilisritsins, burfa að hraða sér að senda lausnimar. Frest- urinn rennur út 10. nóv. Það er til mikils að vinna. Sá heppnasti fær 1000 krónur, sá næstheppnasti 500 krónur og svo fá tíu 100 króna verðlaun. — Vinningalisti verður birtur í næsta hefti. Sjá að öðm leyti upplýsingar um samkeppnina í síðasta hefti. NÓVEMBER, 1952 39

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.