Heimilisritið - 01.11.1952, Side 43

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 43
Hvers vegna glofti sendisveinninn Smásaga eftir WILL SCOTT ÞAÐ VAR nýi sendisveinn- inn, sem átti upphafiÖ aÖ því öllu. Hann fór að brosa, eða réttara sagt glotta. Já, hann hreint og beint glotti. Bunting aðalforstjóri, yfirfram- kvæmdastjóri hins volduga verzl- unarhrings, tók eftir því og varð alveg dolfallinn. Glotta — í sjálfu Buntings- húsi! I fyrirtækinu Bunting, hinu hefðuga miljónafirma með þús- undir útibúa. Glotta í fyrirtæki, sem var svo yfirmáta fínt, að það var ekki einu sinni brosaS þar. Bunting sjálfur brosti aldrei. Einkaritari hans brosti aldrei. Skrifstofustjórinn ekki heldur, auglýsingastjórinn ekki heldur. Það brosti enginn hjá Bunting- fyrirtækinu. Launin voru ekki borguð fyrir það. Starfsfólkið KaupmdHurinn leit á Bunting: ,,Hva8a menntun hafið þér?“ spurði hann. fékk laun sín fyrir að leysa sitt starf af hendi, það var gert af al- vöru og þeim hátíðleika, sem hæfði fyrirtækinu. Sá, sem hafði hlotnazt sá sérstaki heiður að vera hjól í þeirri vél, stórt hjól eða smávægilegt, hann sveiflað- ist ekki, en snerist virðulega. Bunting aðalforstjóri varð hugs- andi. Hann vissi nákvæmlega — því þannig var nú heili hans inn- réttaður — hversu hátt kaup sendisveinninn fékk, hversu lang- ur vinnutími hans var, hversu langt sumarfrí hann hafði o. s. frv. En það var líka allt og sumt, sem hann vissi um drenginn — og yfirleitt vissi hann lítið meira um hitt starfsfólkið sitt. Um til- NÓVEMBER, 1952 41

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.