Heimilisritið - 01.11.1952, Qupperneq 51
r
Hvað dreymdi þig
í nótt?
*
Ytarlzgar ch 'aumaráð?ii?igar
SVAMPUR. — Ef þig dreymir aö þú kreistir svamp, mun sjómaður verða
meira virði 1 lífi þínu en þú kannske hyggur.
SVEFN. — Dreymi þig að þú farir að sofa, skaltu reiða þig á það, að
friður mun komast á eftir miklar deilur.
SVIK. — Að dreyma að þú sért að svíkja eða pretta einhvern, getur táknað
óhamingju í ástamálum. Dreymi þig að einhver svíki þig, boðar það
drengilegan stuðning vina þinna við þig í væntanlegum erfiðleikum.
Að sjá cinhvern prctta, boðar þér hættu á að lenda í höndum fjár-
plógsmanna.
SVIMI. — Ef þig dreymir að þig svimi og óttist að þú dettir, muntu verða
fyrir ásökunum að ósekju. Sé sviminn þess eðlis að þér finnist þú
vera að missa meðvitund, eða missir hana alveg, er draumurinn að-
vörunarmerki um að þú Iiggir undir óverðskulduðum grun, sem þú
þarft að hreinsa þig af.
SVIN. — Að dreyma mörg fcit svín boðar gæfu og gengi, en séu þau
mögur táknar það hið gagnstæða.
SVIPA. — Dreymi karlmann, að hann eigi vel búna svipu, mun hann
eignast stjómsama eða ráðríka eiginkona.
SVUNTA. —- Ef þig dreymir að þú sért með svuntu, skaltu umgangast og
tala við aðra með mikilli varfærni fyrst um sinn, því að annars gæt-
irðu auðveldlega lent í vandræðum, ejnkum ef þú kynnist nýju fólki.
Vera í óhreinni svuntu: einhver nýr fatnaður. Bæta svuntu: nýtt
ástarævintýri.
SYKNUN. — Dreymi þig að þú hafir verið ákærð(ur) "um glæp en hlotið
sýknun hjá dómstólum, táknar það að óvinveittir menn hafa reynt að
gera þér eitthvað til miska, en misheppnazt það. Einnig getur það
verið fyrir tapi.
SYKUR. — Dreymi þig sykur, er það þér fyrir góðri framtíð.
SYSTIR. — Ástföngnum er það einkum gott, að dreyma systur sína. Að
dreyma látna systur, boðar langa lífdaga.
V________________________________________________________________J
NÓVEMBER, 1952
49