Heimilisritið - 01.11.1952, Page 56

Heimilisritið - 01.11.1952, Page 56
hans, þegar hann leit í augu hennar, sem olli því, að hún flýtti sér að líta til hliðar og blóðið þaut fram í kinnar hennar. ,,Já, ég held að það geti vel ■ átt sér stað,“ sagði hann lágt. ,,Ég hugsa að þú sért góður fé- lagi, Katrín.“ ÞAÐ VARÐ stutt þögn. Það var eins og loftið á milli þeirra væri rafmagnað. Þau virtust bæði renna grun í það, að ákvörðun hennar væri afar þýðingarmikil, jafnvel mikilvægari en hún virt- ist á yfirborðinu. ,,Allt í lagi, ég skal gera það,“ sagði hún, og bætti svo við, vegna þess að síðustu orð hans höfðu valdið henni örari hjartslætti: ,,Það væri sorglegt ef langferða- maðurinn kæmist ekki að arfleifð sinni, er það ékki ?“ Hann dró djúpt andann. ,,Þú ert góður félagi, Katrín. Þú veizt ekki hvað ég er þér þakklátur." ,,Kannske“ — rödd hennar hækkaði dálítið og það vottaði fyrir spottandi tón í henni — ,,álít ég að það sé að skömminni til skárra að leika hlutverk eigin- konu þinnar en að lenda í fang- elsi.“ Hann gekk nær henni. ,,Ég ætlaði ekki að afhenda þig lög- reglunni, hvað sem því leið, Kat- rín. Það veiztu eins vel og ég. Þú getur farið frjáls ferða þinna á stundinni, mín vegna. Sjálfsagt áttu einhvern vin, sem þú heíur undirstungið og getur leitað til, og fyrir andvirði þessara skart- gripa geturðu lifað í munaði langa stund. Ég bið þig um að hjálpa mér við þetta í vináttuskyni, án nokkurra ógnana.“ ,,Þú ert indæll, Kári,“ sagði hún, og aftur heyrði hann vott af hæðnistón í rödd hennar. ,,Ætl- astu til að ég krjúpi á kné og þakki þér?“ ,,Þú þarft ekkert að þakka mér,“ sagði hann rustalega. Allt í einu tók hann um axlir henni og neyddi hana til að horfa í augu sér. ,,Hvað gengur eiginlega að þér í kvöld ? Ég skal játa það, að þú hefur góða kímnigáfu, en ég hef aldrei vitað þig svona kald- hæðnislega fyrr.“ ..Kannske eru tilfinningar mín- ar að verki. Ef ég er snortin, verð ég kaldhæðin. Þannig er því var- ið með flest harðgeðja fólk, er það ekki ?“ ,,En þú ert ekki harðgeðja, Katrín. Láttu ekki svona,“ hróp- aði hann næstum, en þagnaði svo snögglega. Því að hann varð að horfast í augu við þá staðreynd, að auðvitað lét hún sér ekki allt fyrir brjósti brenna, fremur en aðrir af hennar sauðahúsi. ,,Þar að auki,“ sagði hún. 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.