Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 6
metanlega yfirburði yfir öpun-
um með því að gera mannshönd-
ina að einhverju nákvæmasta
og fjölhæfasta tæki 1 ríki nátt-
úrunnar. Hún varð afburða gott
tæki til að framkvæma vilja og
ætlanir mannsins, afla honum
nauðsynja og uppfylla óskir
hans og þrár.
Þessi atriði hafa haft geysi-
mikla þýðingu fyrir þróun
þeirra eiginleika, sem smám
saman hafa byggt upp menning-
una, eftir því sem aldirnar liðu.
Framþróun og' menning
ÞESSAR ályktanir er hægt að
draga af samanburðinum á
mönnum og öpum, eins og þeir
eru í dag. Staðreyndin, sem mest
ber á er sú, að ef til eru líkir
eiginleikar, sem benda á sam-
eiginlegan forföður, þá er einnig
mismunur með þeim, sem hefur
jafnvel meira gildi. í þessum
mismun finnast sannanir fyrir
þróuninni, sem hefur leitt af sér
mismun á byggingarlagi og lífs-
háttum manna og apa, þó sér-
staklega á sviði skynseminnar.
Með þeirri þróun hefur maður-
inn þroskazt svið af sviði á leið
sinni til menningar, meðan ap-
arnir ættingjar hans hafa verið
kyrrstæðir í fastskorðuðu lík-
ams- og skynsemis þroskasviði.
Á hvaða stigi hins sameigin-
lega ætternis kom þessi mismun-
ur í ljós? Hvenær varð maður-
inn algjörlega maður í saman-
burði við apana, og hverjar voru
ástæður þess?
Svörin við þessum höfuð-
spurningum eru ekki fullkom-
lega ljós enn, en þegar þau eru
athuguð í nánum tegslum við
rannsóknir fornfræðinganna,
sem reyna að rekja vöxt og þró-
un lista og starfshátta manns-
ins á liðnum öldum, þá ná þau
langt til að skýra, hvernig sér-
hver áfangi í framþróun manns-
líkamans hefur haft áhrif á að
þroska skynsemi hans og hefur
gert honum kleift að ummynda
og hagnýta umhverfi sitt sér í
hag, og þannig að leggja grund-
völlinn að fyrstu stigum menn-
ingarinnar, sem nútímaheimur
okkar er árangurinn af.
Breytingar frá kynslóð
til kynslóðar
ÞÓTT nútímamenningin sé
margþætt, þá hvílir hún samt
endanlega a frumþörfum mann-
anna, þörfum, sem orsakast af
hinni líffræðilegu þörf einstak-
lingsins að viðhalda sjálfum sér
og kynstofni sínum, hinni dag-
legu þörf á brauði, skýli og vörn-
um fyrir sig og fjölskyldu sína
gegn utanaðsteðjandi hættum,
viðfangsefni sem fjarlægustu
4
HEIMILISRITIÐ