Heimilisritið - 01.05.1955, Side 11

Heimilisritið - 01.05.1955, Side 11
Vesalings pípulagningamaðurinn fékk alla barsmíðina. En hvemig slapp sökudólgurinn sjálfur? Claudette í klípu Gamansaga ejtir CHEVALIER D’AMOUR ÞRJÁR STUTTAR hringingar kváðu við frá dyrabjöllu Clau- dette Rigolo. Claudette sat við snyrtiborðið í svefnherbergi sínu, hún flýtti sér að púðra sig og þaut svo til dyra. Ungur mað- ur gekk inn, tók hana í faðm sér og kyssti hana ákaft. „Bertrand,11 stundi hún. ..Loks- ins.“ „Loksins, Claudette! Ég fékk símskeytið frá þér fyrir klukku- tíma. Filibert er farinn að heim- an, segir þú, og ætlar að vera í Lyon heila viku. Hér er ég kom- inn.“ Hún leiddi hann inn. Hann settist við hlið henar og horfði í ljómandi augu hennar og and- aði að sár ilminum af svörtu lokkunum hennar. — Og varir þeirra mættust aftur. „En hvað það er indælt að fá einu sinni að sjá þig almenni- lega klæddan, Bertrand,“ sagði Claudette hlæjandi. „Þegar þú komst til mín í vikunni sem leið, varstu dulbúinn sem sótari, og þar áður varstu ryksugu-sölu- maður og . . „ . . . og á afmælisdaginn þinn var ég maðurinn frá landssím- anum, sem kom til að gera við símann hjá þér. Og það var svei mér heppilegt, því að annars ■hefði bölvað nautið hann Fili- bert kannske lamið mig í rot. í dag get ég verið ég sjálfur, elsk- an mín. . . .“ „Heyrðu, veiztu hvað,“ sagði Claudette tíu mínútum síðar, þegar hún hallaði höfðinu upp að öxl hans, „við erum búin að fá nýjan nágranna. Og hver heldurðu að það sé? Það er aðal- revýuleikkonan í Antoníusar- leikhúsinu, Mademoiselle Eliane Seflory. Hún tók íbúðina hérna við hliðina á okkur á leigu fyr- ir hálfum mánuði. Og fíflið hann Filibert er bálskotinn í henni — hann glápir á eftir henni í stig- anum, og hefur sjálfsagt farið í leikhúsið til að horfa á hana þar.“ „Þú ert þó ekki hrædd um, að MAÍ, 1955 9

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.