Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 13
renndi gluggatjöldunum fyrir.
Hún var varla setzt við snyrti-
brðið, þegar herra Filibert kom
inn. Það var hreykinn náungi,
rauðhærður, hálsmikill, með
vöðvastælta og gilda handleggi.
Hann virti Claudette fyrir sér
tortrygginn á svip.
„Sjáum til, sjáum til,“ hreytti
hann út úr sér. „Hún setur
bara upp mesta sakleysissvip.“
„Hvað áttu við, Filibert?“
„Ég á við, að nafnlausa bréf-
ið, sem mér barst í gær, hefur
hermt rétt frá.“
„Ertu með öllu viti? Nafnlaust
bréf . . . ?
„Já, og þar tilkynnti einhver
vinur minn mér, að Claudette
mín elskuleg héldi framhjá mér
með einhverjum Monsieur Bert-
rand Leversac. Og að þessi heið-
ursmaður — þessi andskotans ó-
þokki — komi í dularklæðum,
þegar hann heiðrar þig með
heimsóknum sínum. í vikunni
sem leið var hann dulbúinn sem
sótari — ég sá svo sem þennan
svarta draug í eldhúsinu og sá
svört fingraförin eftir hann á
dyrastafnum. — En auðvitað
var ég grunlaus þá. Mér er líka
sagt, að þessi hrífandi vinur
þinn hafi líka birzt í líki ryk-
sugusölumanns og — síma-
manns . .
Claudette ætlaði að svara ein-
hverju, en hún gat það ekki.
Hún stóð fyrir framan Fili-
bert skjálfandi á beinunum, eld-
rauð af sneypu.
„Ég var bara að veiða þig í
gildru, þegar ég sagðist ætla að
fara til Lyon,“ hélt Filibert á-
fram. „En þú gekkst í gildruna.
Hvar hefurðu þennan bölvaðan
Leversac?“
„Ég fullvissa þig — hér er
enginn — ekki nokkur lifandi
sál,“ sagði Claudette og bað til
guðsmóður um að Filibert fyndi
ekki upp á þeim skolla að lyfta
gluggatjöldunum og opna svala-
dyrnar.
í sömu svifum heyrðist und-
arlegur hávaði úr baðherberg-
inu. Filibert hljóp þangað bölv-
andi og ragnandi. Þar var pípu-
lagningamaðurinn við vinnu
sína.
„Nú, þarna ertu, fanturinn
þinn,“ grenjaði Filibert og tók
í treyjukraga hans. „í dag hef-
urðu dulbúið þig sem pípulagn-
ingamann. En nú skaltu hafa
þennan — og þennan — og þenn-
an! Ég skal kenna þér að daðra
við hana Claudette mína!“
Veslings pípulagningamaður-
inn reyndi að mótmæla, en orð
hans köfnuðu í kjaftshöggum og
barsmíð, sem á honum lenti.
Loks kastaði Filibert honum
miskunnarlaust á dyr.
MAÍ, 1955
11