Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 14

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 14
Meðan þessu fór fram, stóð Bertrand Leversac skjálfandi af kulda úti á svölunum. Þetta var í febrúar, og tíu stiga frost. Of- stopamennið Filibert gat fund- ið upp á því á hverri stundu að vinda gluggatjöldin upp og líta út á svalirnar. Og Bertrand vissi, að þá biðu hans engin sældar- kjör, því að högg Filiberts voru þung, það vissi hann, þótt þeir þekktust lítið. Allt í einu datt Bertrand ráð í hug. Svalir revýu-leikkonunn- ar voru aðeins 1 tveggja metra fjarlægð frá svölum Claudette. Og vel gat verið, að hún væri heima. Kannske gæti hann bar- ið á gluggann hjá henni og feng- ið hana til að hleypa sér inn. Hann lét ekki sitja við hugs- unina eina. Bertrand klifraði upp á handriðið, — sem var ís- kalt og hélað. Það var auðvitað lífshætta að stökkva þetta, því að hann var hér staddur á f jórðu hæð — en um annað var ekki að velja. Hann fór í herðarnar og stökk. Heppnin var með honum, stökkið tókst. Klukkan var hálf tólf fyrir hádegi — og hér stóð hann á svölum Mademoiselle Seflory. Tjöldin fyrir svaladyrunum voru dregin niður. Bertrand barði varlega á rúðuna. Engiím svaraði. Hann barði aftur. Þá birtist loks andlit innan við rúð- una, undrandi og syfjað andlit, og ljóst, úfið hár í kring. Það var leikkonan fræga! Svo sá Bertrand á svipbrigðum hennar, að hún hélt að hann væri annað hvort þjófur eða vitfirringur. „Ég var hjá stúlku í íbúðinni hérna fyrir handan,“ sagði Bert- rand með handapati. „Það var komið að okkur. Opnið þér, ann- ars verð ég kannske skotinn.“ Nú skildi Mademoiselle Sef- lory allt. Hún skellihló og opn- aði svaladyrnar. Kurteis og brosandi bauð hún honum inn, enda var Bertrand reglulega glæsilegur maður. Tveimur klukkustundum síðar var Bertrand enn hjá leikkon- unni fögru og dálítið holdugu. Hann hafði auðvitað orðið að þakka henni fyrir húsaskjólið og björgun frá hörmulegum ör- lögum. Allt 1 einu var dyrabjöllunni hringt. Eliane hljóp fram og opnaði. Það var pípulagninga- maðurinn. Hann þurfti að laga eitthvað í baðherberginu. Hann var með umbúðir um höfuðið. „Veslings maðurinn,“ sagði Mademoiselle Seflory, þegar hún kom aftur inn til Bertrands. „Hann hefur víst lent í bar- daga.“ 12 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.