Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 14

Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 14
Meðan þessu fór fram, stóð Bertrand Leversac skjálfandi af kulda úti á svölunum. Þetta var í febrúar, og tíu stiga frost. Of- stopamennið Filibert gat fund- ið upp á því á hverri stundu að vinda gluggatjöldin upp og líta út á svalirnar. Og Bertrand vissi, að þá biðu hans engin sældar- kjör, því að högg Filiberts voru þung, það vissi hann, þótt þeir þekktust lítið. Allt í einu datt Bertrand ráð í hug. Svalir revýu-leikkonunn- ar voru aðeins 1 tveggja metra fjarlægð frá svölum Claudette. Og vel gat verið, að hún væri heima. Kannske gæti hann bar- ið á gluggann hjá henni og feng- ið hana til að hleypa sér inn. Hann lét ekki sitja við hugs- unina eina. Bertrand klifraði upp á handriðið, — sem var ís- kalt og hélað. Það var auðvitað lífshætta að stökkva þetta, því að hann var hér staddur á f jórðu hæð — en um annað var ekki að velja. Hann fór í herðarnar og stökk. Heppnin var með honum, stökkið tókst. Klukkan var hálf tólf fyrir hádegi — og hér stóð hann á svölum Mademoiselle Seflory. Tjöldin fyrir svaladyrunum voru dregin niður. Bertrand barði varlega á rúðuna. Engiím svaraði. Hann barði aftur. Þá birtist loks andlit innan við rúð- una, undrandi og syfjað andlit, og ljóst, úfið hár í kring. Það var leikkonan fræga! Svo sá Bertrand á svipbrigðum hennar, að hún hélt að hann væri annað hvort þjófur eða vitfirringur. „Ég var hjá stúlku í íbúðinni hérna fyrir handan,“ sagði Bert- rand með handapati. „Það var komið að okkur. Opnið þér, ann- ars verð ég kannske skotinn.“ Nú skildi Mademoiselle Sef- lory allt. Hún skellihló og opn- aði svaladyrnar. Kurteis og brosandi bauð hún honum inn, enda var Bertrand reglulega glæsilegur maður. Tveimur klukkustundum síðar var Bertrand enn hjá leikkon- unni fögru og dálítið holdugu. Hann hafði auðvitað orðið að þakka henni fyrir húsaskjólið og björgun frá hörmulegum ör- lögum. Allt 1 einu var dyrabjöllunni hringt. Eliane hljóp fram og opnaði. Það var pípulagninga- maðurinn. Hann þurfti að laga eitthvað í baðherberginu. Hann var með umbúðir um höfuðið. „Veslings maðurinn,“ sagði Mademoiselle Seflory, þegar hún kom aftur inn til Bertrands. „Hann hefur víst lent í bar- daga.“ 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.