Heimilisritið - 01.05.1955, Side 15

Heimilisritið - 01.05.1955, Side 15
Rétt þegar hún hafði sleppt orðinu, var bjöllunni enn hringt lengi og ákaflega. Eliane varð náföl. „Ó, hvíslaði hún, þetta er á- reiðanlega sá nýi — vinur minn — á ég við. Feldu þig í guðanna bænum.“ Hún kastaði hattinum og frakkanum til Bertrands og ýtti honum sjálfum út í helkuldann á svölunum. Svo opnaði hún fyrir herra Filibert. Hann kyssti hina fögru leik- konu heitt og innilega. í sama bili heyrðist gauragangur innan úr baðherberginu. „Er einhver þarna inni?“ þrumaði Filibert. ..Nei — nei,“ stamaði Eliane. „Enginn nema — nema . . .“ En nágranni hennar og ást- vinur, herra Filibert, þaut inn í baðherbergið. Þar var pípulagn- ingamaðurinn við vinnu sína, sami maðurinn og Filibert taldi vera óþokkann Bertrand Lever- sac og taldi sig hafa veitt ráðn- ingu í baðherbergi Claudette fyrir tveim stundum. Hann varð sem viti sínu fjær af bræði og rauk óðara á mannræfilinn og barði hann eins og fisk. „Það nægir þér ekki, að daðra við Claudette!“ öskraði Filibert, „heldur ertu svo andskoti frek- ur, að þú ferð líka að halda við MAÍ, 1955 Mademoiselle Seflory . . .“ Loks kastaði hann pípulagn- ingamanninum hálfdauðum nið- ur stigann. Síðan gekk Filibert bálreiður inn í svefnherbergi Eliönu og barmaði sér sáran og skammaði hana fyrir ótryggð. „En ég segi þér alveg satt,“ stamaði leikkonan. „Hann var pípulagningamaður — ég hef aldrei, ég sver það, Filibert, — ég hef aldrei verið þér ótrú . . .“ Filibert opnaði svaladyrnar til að kæla sig. Þar stóð eymdar- legur maður — Bertrand Lever- sac! Filibert glápti bara á hann. Svo snerist hann á hæli og leit á Eliönu með djúpri fyrirlitn- ingu. Og svo fór hann og kom aldrei aftur. „Ég hef tryggt hamingju þína, elskan,“ sagði Bertrand nokkr- um dögum síðar, við Claudette, sem ljómaði af gleði. * Skrýtlur Agnar: „Veiztu það ekki, að það cr betra að vera einn en í slæmum félacs- ö skap?“ Baldur: „Jú, ég veit það. Vertu sæll.“ „Er þetta leiðin upp í hegningarhús?" spurði ferðamaður mann nokkurn, þeg- ar hann gekk upp Laugaveginn. „Nei, þetta er leiðin þangað," svaraði Reykvíkingurinn og benti á brennivíns- flösku, sem stóð upp úr vasa aðkomu- mannsins. • 13 í

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.