Heimilisritið - 01.05.1955, Page 16

Heimilisritið - 01.05.1955, Page 16
John Edwin Hogg segir hér frá því þegar hann var klukkustundum saman að sökkva dýpra og dýpra i kviksyndiseðju við ósa Missourifljóts- ins, meðan aragrúi moskítóflugna og skrækjandi fugla sveimaði um varn- arlaust höfuð hans. I heljargreipum kviksyndis ÉG HAFÐI komizt á eykju minni niður eftir leirbornu Mis- souri-fljóti að þeim stað þar sem Blue River fellur í það. Vatns- borð fljótsins var lágt, og víðs vegar fram með árbökkunum höfðu myndazt stórar flatir lungamjúkrar eðju. — En rétt fyrir mynni Blue River hafði myndazt eyja af kviksyndisleir, sem var fyrirferðarmeiri en nokkurt hinna svæðanna af því tagi. Hún var margir ferkíló- metrar að fyrirferð, og meðfram henni allri reis allt að því met- ers hár moldarbakki. Fyrirbæri þetta var einna líkast útkuln- uðum og flötum eldgíg, sem mestmegnis stæði neðan sjávar. Þessi forareðja var paradís veiðimanns, því þarna var ara- grúi bæði algengra og torkenni- legra, nefstórra og langlappaðra fugla, sem gæddu sér á skordýr- um og smá skriðdýrum er festst höfðu í leirnum. 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.