Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 18

Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 18
upp úr, en hefði eins vel getað reynt að lyfta bjargi. Ég svitnaði af ótta, því að ég lá langt úti á eðjunni og gat ekki komizt yfir á moldarbakk- ann án hjálpar skíða minna. Mér var ljóst, að ég myndi smám saman sökkva niður í aurinn og deyja við hörmulegar kvalir. Engin mannvera fyrirfannst í mílna nálægð, svo að ekkert þýddi að hrópa á hjálp. En þeg- ar ég tók eftir því, að ég sökk þumlung fyrir þumlung, hrópaði ég ósjálfrátt á hjálp allt hvað af tók. Hópar fugla þutu upp við hróp fnín, því þeir urðu hræddir, en brátt tóku þeir aftur að róast Og sinna veiðum sínum í eðj- unni. Spói flaug alveg upp að mér, og mér fannst líkast því sem hann ögraði mér og væri hinn kaldranalegasti. Nú var ég þó sannarlega ekki eins hættu- legur og á meðan ég hafði byss- una á lofti. Það var áliðið dags, og tóku nú ýmsar hugsanir að fljúga mér í hug. Ég sá fram á að hverfa algerlega í dýkið og finnast aldrei. Það myndi ekki fyrir mér liggja að hvíla í vígðum reit; ástvinir mínir myndu aldrei setja blóm á gröf mína, því eng- inn myndi vita, hvar hana væri að finna. Þegar sól seig til viðar, fylltist loftið af vængjaþyt, Allir fuglar héldu á brott af svæðinu. Dauða- þögn skall á, og aðeins nokkrar mýflugur sveimuðu yfir höfði mér. Ég sat þarna fastur upp undir hendur, og að svo miklu leyti sem mér var ljóst, myndu ekki líða nema tveir eða þrír klukkutímar, unz ég væri sokk- inn upp fyrir höfuð. Ég bað til guðs og bölvaði til skiptis. EN SVO VARÐ ég fyrir árás nýs óvinar, sem var næstum eins lífshættulegur og kviksyndið sjálft. Stór moskitoflugna-sveim- ur réðst að mér. Þær ruddust að andliti mínu og höndum, en ég sló frá mér eftir því sem ég fékk við komið til þess að losna við vágestinn. En að andartaki liðnu voru andlit mitt og hend- ur orði að upphleyptri bólgu, og ég fann til líkt og ég hefði stung- ið mig með glóandi járni. í ör- vílnan tók ég mér leirinn í hönd og smurði honum yfir andlit mitt. Það hélt moskitoflugunum frá mér um stund, en þær héldu samt áfram að sveima umhverf- is mig og jafnvel smjúga inn í nef mér. Mér kom nú sú spurn- ing til hugar, hvort myndi verða fyrra til, að stöðva andardrátt minn, leirinn eða moskitoflug- urnar. 16 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.