Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 21

Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 21
VALD ÆSKUNNAR Sviðsljósin heilla og auðurinn liefur sínar sterku hliðar, en æskan er alltaf sjálfri sér lík. KIT var nýkomin heim úr 'heimavistarskólanum sínum og sat nú úti í horni 1 snyrtiher- bergi móður sinnar. Hún horfði með gremjusvip á alla fallegu hlutina, sem voru þar inni. Hún starði á snyrtiborðið og stóra spegilinn, alla smyrslbaukana og krystalskálina með valmúun- um. Blómin voru vafalaust frá John Randall. Hún leit gröm á stóra skápinn, hann var fullur af fötum á ýmsum aldri, og loks leit hún ergilega á hvíta Peking- hundinn, sem flatmagaði hrjót- andi á legubekknum. „Þannig lítur mamma einmitt á mig,“ sagði hún reið, „eins og kjölturakka, sem hún getur kjassað eða skammað eftir hent- ugleikum.“ „Ja, hérna, ungfrú,“ sagði her- bergisþerna móður hennar, Juk- es að nafni, „þetta megið þér ekki segja. Frú Lesley lítur alls ekki þannig á yður.“ Jukes hafði verið þerna Les- leyar í meira en tuttugu ár, og á þeim tíma hafði Lesley átt tvo menn, — að vísu ekki í einu, — og eignazt eitt barn, nefnilega Kit. Kit stóð upp, gekk yfir að stóra speglinum og skoðaði sjálfa sig óánægð. Hún var átján ára, — og falleg. Þykku sokk- arnir, klunnalegu skórnir og leiðinlegi ullarkjóllinn megnuðu jafvel ekki að leyna því. Ljóst hárið var fléttað í tvær þykkar fléttur og á höfðinu hafði hún kringlóttan flauelshatt. Kit langaði afar mikið til að láta stuttklippa sig og ganga í Crepe de Chine kjólum, loðkápu og þunnum silkisokkum, því að hún var dóttir móður sinnar og var hneigð fyrir fín föt og leik- MAÍ, 1955 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.