Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 24

Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 24
„Jan Beverley, yðar auðmjúk- ur þjónn,“ svaraði ungi maður- inn og hneigði sig óvenju djúpt. „Má ég óska yður til hamingju með leik yðar. Þér eruð sýnilega fædd til að leika Júlíu.“ „Já, það veit ég,“ sagði Kit hraðmælt. En svo dimmdi yfir svip hennar og hún settist og strauk fellingarnar í kjólnum. „En mamma vill ekki leyfa mér að verða leikkona, hún vill að ég verði dama.“ Ungi maðurinn hló glaðlega. „Getur leikkona þá ekki verið dama jafnframt, má ég spyrja? Auk þess eyðir móðir yðar tíma sínum til ónýtis. Ég veit ekki hversu mikil dama þér eruð, en ekkert getur sýnilega hindrað yður í því að verða leikkona. Hefur nokkur kennt yður að leika Júlíu?“ „Nei, en auðvitað hefi ég séð mömmu leika hlutverkið.“ „Mömmu? Þér eigið þó ekki við hana Lesley?“ Unga stúlkan leit á hann skærum augum, kinkaði kolli og sagði: „Jú, auðvitað hefði ég átt að segja Lesley. Hún vill helzt að ég kalli sig því nafni.“ Hann brosti lítillega. „Já, þessu get ég trúað. Það mundi bæta töluvert við aldur hennar ef þér væruð sífellt að kalla mamma! Hugsa sér, Les- ley! Það er erfitt að trúa þessu. Hvernig stendur á því, að ég hef ekki séð yður fyrri en þetta?“ Hann kveikti sér í sígarettu og settist við hliðina á henni á dívaninn. „Ég hef verið í heimavistar- skóla,“ svaraði Kit. „Og þér er- uð þá hinn skelfilegi leikdómari Beverley?“ Hann kinkaði kolli. „Lesley varð auðvitað fjúkandi reið út af dómi yðar um leik hennar. Hvers vegna getur yður ekki geðjazt að henni?“ „Mér geðjast prýðilega að henni,“ sagði hann léttur í máli, „bara ekki þegar hún leikur Júlíu. Hún er of gömul til að sýna hið einlæga sakleysi. Hún ætti að láta yður það eftir.“ Nú heyrðist fótatak úti fyrir og Kit stökk upp og leit á bún- ing sinn. „Verið þér alveg óhrædd,“ sagði hann og hann gerði það á þann hátt, að henni fannst hún vera orðin fullorðin, svo fullorð- in, að hún roðnaði ekki einu sinni, þegar Lesley gekk inn og varð sem þrumu lostin af undr- un. Hún þoldi ekki að sjá Kit svona fallega. „Kit,“ sagði hún, „hvernig í ósköpunum gat þér dottið ann- að eins í hug? Óþekktaranginn 22 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.