Heimilisritið - 01.05.1955, Page 26
og mér finnst því, að þú getir
hjálpað mér svolítið. . . .“
Kit hlustaði ekki einu sinni á
hana. Hún hafði heyrt það allt
saman áður.
,.Hina hárkolluna, Jukes. Er
ekki verið að hringja á mig
núna?“
Hið ljósa hár hennar kom í
ljós andartak meðan skipt var
um hárkollur. Svo hringdi sím-
inn.
„Við hvern tala ég? Ó, John
— ég fékk blómin frá yður, þau
eru indæl. í kvöld? Jú, það get
ég víst vel. Litla stúlkan mín er
hérna hjá mér, en við getum
samt hitzt í Dukesklúbbnum um
tólf-leytið. Bless.“
„Leiðist þér þetta nokkuð,
væna mín? Þú verður auðvitað
komin í háttinn þá. Já, nú kem
ég . . .“
Særð og gröm stóð Kit eftir og
starði á dyrnar, sem móðir henn-
ar var nýhorfin út um. Svo gekk
hún rakleitt að klæðaskápnum
afklæddist í rólegheitum þykka
ullarkjólnum og undirfötunum
og valdi sér silkinærföt og fíla-
beinslitan flauelskjól, sem var
geysi mikið fleginn á bakinu.
Hún fann líka viðeigandi skó,
afar háhælaða. Hún greiddi ljóst
hár sitt upp og festi dýrmæta
eyrnahringi í sig. Loks kastaði
hún yfir sig hermelínsloðtreyju
og gekk síðan niður að leiksviðs-
inngangfnum.
„Gætið að, hvort Jan Bever-
ley er staddur á áhorfendapöll-
unum,“ sagði hún við dyravörð-
inn. „Sé hann þar, þá segið hon-
um, að ungfrú Kit bíði eftir
honum.“
ÞAU sátu við hornborðið á
Dukes-klúbbnum. Jan leit á
hana. Hann var mjög hissa. Oft
hafði hann séð Öskubusku
breytast í prinsessu, en aldrei
svona snögglega. Hún var hríf-
andi í útliti.
„Hvers vegna völduð þér þetta
lastanna bæli?“ spurði hann um
leið og hann kveikti í sígarett-
unni hennar.
„Af því að mamma kemur
hingað með manni, sem heitir
John Randall og sendir henni...“
„Randall? Stálauðkýfingur-
inn? Það er sagt, að hún ætli að
giftast honum.“
„Nú, all/t er þá þrennt er,“
sagði Kit kuldalega. „Við skul-
um dansa.“
Jan hlýddi. í þeim svifum
komu þau inn, Lesley og Rand-
all, Leseley lét sem hún sæi ekki
Kit. Hún hafði búizt við hinu
versta, þegar hún sá, að einn fín-
asti kjóllinn hennar var horfinn
úr skápnum. Og þarna var Kit
nú komin, og það yar eins og
24
HEIMILISRITIÐ