Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 26

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 26
og mér finnst því, að þú getir hjálpað mér svolítið. . . .“ Kit hlustaði ekki einu sinni á hana. Hún hafði heyrt það allt saman áður. ,.Hina hárkolluna, Jukes. Er ekki verið að hringja á mig núna?“ Hið ljósa hár hennar kom í ljós andartak meðan skipt var um hárkollur. Svo hringdi sím- inn. „Við hvern tala ég? Ó, John — ég fékk blómin frá yður, þau eru indæl. í kvöld? Jú, það get ég víst vel. Litla stúlkan mín er hérna hjá mér, en við getum samt hitzt í Dukesklúbbnum um tólf-leytið. Bless.“ „Leiðist þér þetta nokkuð, væna mín? Þú verður auðvitað komin í háttinn þá. Já, nú kem ég . . .“ Særð og gröm stóð Kit eftir og starði á dyrnar, sem móðir henn- ar var nýhorfin út um. Svo gekk hún rakleitt að klæðaskápnum afklæddist í rólegheitum þykka ullarkjólnum og undirfötunum og valdi sér silkinærföt og fíla- beinslitan flauelskjól, sem var geysi mikið fleginn á bakinu. Hún fann líka viðeigandi skó, afar háhælaða. Hún greiddi ljóst hár sitt upp og festi dýrmæta eyrnahringi í sig. Loks kastaði hún yfir sig hermelínsloðtreyju og gekk síðan niður að leiksviðs- inngangfnum. „Gætið að, hvort Jan Bever- ley er staddur á áhorfendapöll- unum,“ sagði hún við dyravörð- inn. „Sé hann þar, þá segið hon- um, að ungfrú Kit bíði eftir honum.“ ÞAU sátu við hornborðið á Dukes-klúbbnum. Jan leit á hana. Hann var mjög hissa. Oft hafði hann séð Öskubusku breytast í prinsessu, en aldrei svona snögglega. Hún var hríf- andi í útliti. „Hvers vegna völduð þér þetta lastanna bæli?“ spurði hann um leið og hann kveikti í sígarett- unni hennar. „Af því að mamma kemur hingað með manni, sem heitir John Randall og sendir henni...“ „Randall? Stálauðkýfingur- inn? Það er sagt, að hún ætli að giftast honum.“ „Nú, all/t er þá þrennt er,“ sagði Kit kuldalega. „Við skul- um dansa.“ Jan hlýddi. í þeim svifum komu þau inn, Lesley og Rand- all, Leseley lét sem hún sæi ekki Kit. Hún hafði búizt við hinu versta, þegar hún sá, að einn fín- asti kjóllinn hennar var horfinn úr skápnum. Og þarna var Kit nú komin, og það yar eins og 24 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.