Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 27
æskan dansaði fram hjá Lesley
og burt frá henni.
Kit leit á Randall og sagði:
„Þessi kunningi hennar Les-
leyjar er mesti myndarmaður.
Mér lízt vel á hann.“
„Þér hafið ekki leyfi til að
láta yður lítast vel á aðra en
mig,“ sagði Jan og þrýsti henni
fast að sér. Þau voru skammt
frá þeim Lesley. Randall virti
Kit fyrir sér með svip þess
manns, sem vel kann að meta
kvenlega fegurð.
„Segið þér mér, hver er þessi
fagra stúlka, sem er að dansa við
unga manninn þarna?“ spurði
Randall. Fólk sagði að Randall
væri ástfanginn af Lesley, en
sannleikurinn var sá, að hann
elskaði engan nema sjálfan sig.
Hann leit af Kit á Lesley, og
Lesley sá hvað fólst í því tilliti.
Hún hleypti í sig kjarki og
sagði:
„Þetta er Kit dóttir mín.“
„Dóttir yðar . . . ?“
Randall hló og sló öskuna af
vindlingnum sínum. „Lesley, þér
eruð bráðfyndin, góða mín. Ég
dáist hreint og beint að yður.“
Hann dáðist raunar ekki að
henni, en hann þarfnaðist henn-
ar, þótt undarlegt megi heita.
Hann þrýsti hönd hennar undir
borðinu, en augu hans eltu Kit
um salinn.
Kit vaknaði snemma morgun-
inn eftir og sá að móðir hennar
sat við rúmstokk hennar. Hún
kenndi í brjósti um Lesley núna
í dagsljósinu.
„Jæja,“ sagði Lesley kulda-
lega. „Þér finnst sjálfsagt, að
þú hafir verið slungin.“
„Nei, nei,“ sagði Kit letilega,
„ég vildi bara láta taka tillit til
mín.“
„Ég ætla bara að láta þig vita,
að þú hefur hagað þér afar
bjánalega. Ég ætlaði að senda
þig í skóla til Parísar og leiða
þig síðan inn í samkvæmislífið
eftir eitt eða tvö ár. Þú hefðir
fengið tækifæri til að kynnast
góðu fólki, ekki listamannsspír-
um eins og Jan Beverley. Ann-
ars bjóðast þér þessi tækifæri
enn, ef þú kærir þig um. Gæt-
irðu hugsað þér að vera í þess-
um Parísarskóla svo sem miss-
eri, Kit?“
Nú var hún aftur farin að telja
um fyrir henni, og Kit rauk upp
til handa og fóta til þess að verja
hið nýfengna frelsi sitt.
„Nei,“ sagði hún, „algert nei.
Þér stendur algerlega á sama
um, hvort ég sé dama eða ekki,
eða hvort ég kynnist réttu fólki.
Fyrir þér vakir aðeins eitt, að
halda mér eins lengi og hægt er
frá leiksviðinu. Ég skil þessa af-
stöðu þína, en þú ættir líka að
MAÍ, 1955
25