Heimilisritið - 01.05.1955, Page 39

Heimilisritið - 01.05.1955, Page 39
vægi við hádegisverðarborðið. — Já, vel á minnzt, frænka, sagði hann, — hver er gamli hjartaknosarinn sem hangir uppi í gestaherberginu? Ég á við myndina yfir arninum. Gamli maðurinn með hökuskeggið og bartana og það allt? Frú Harter sendi honum óblítt augnaráð. — Það er Patrick frændi þinn sem ungur maður, sagði hún. — Ó, fyrirgefðu, frænka mín, ég ætlaði ekki að særa þig. En sjáðu nú til, það var bara —. Hann þagnaði, og frú Harter sagði kuldalega: — Nú? Hvað ætlaðirðu að segja? — Æ, það var ekkert merki- legt, frænka, bara missýning, sagði Charles vandræðalega. — Charles, sagði frú Harter með fullum raddstyrk, — viltu gjöra svo vel að tala skýrt og greinilega. — Já en, frænka, það var bara missýning. Mér sýndist ég sjá hann standa við gluggann og horfa út, þegar ég kom heim í gærkvöldi. Það hefur sjálfsagt bara verið skuggi. Ég gægðist inn í gestaherbergið og sá mynd- ina yfir arninum. Auðvitað á það sína eðlilegu skýringu. Und- irmeðvitundin og það allt. Ég hafði séð myndina áður, og svo ímyndaði ég mér að ég sæi hann standa þarna við gluggann í gær- kvöldi. Frú Harter þagði við, en hún var allt annað en róleg. Gesta- herbergið hafði verið búnings- herbergi mannsins hennar. Þetta kvöld var Charles úti með kunningjum sínum, og frú Harter sat í bakháa stólnum og hlustaði á útvarpið. Ef hún nú heyrði röddina dularfullu í þriðja sinn væri það sönnun þess að hún væri í raunverulegu sam- bandi við annan heim. Þótt hún fengi ákafan hjartslátt varð hún alls ekki undrandi þegar fyrir- brigðið endurtók sig. Eftir hina venjulegu, stuttu þögn heyrði hún fjarlæga, írska karlmanns- rödd segja: — Mary — þú ert viðbúin núna? Ég kem á föstudaginn . . . á föstudagskvöld klukkan níu ... vertu ekki hrædd .. . það er ekk- ert að óttast . . . vertu viðbú- in . . . Frú Harter sat hreyfingarlaus nokkrar mínútur. Hún var krít- hvít í framan og varimar voru bláar og innfallnar. Svo stóð'hún á fætur og gekk að skrifborðinu. Með skjálfandi hönd skrifaði hún eftirfarandi: Kl. 9.15 að kvöldi. Ég hef heyrt greinilega rödd mannsins míns. Hann sagði að hann kæmi að sækja mig á föstudagskvöldið MAÍ, 1955 37

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.