Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 52
— Hvað getur hún verið orðin
gömul sú litla?
Hann svaraði spurningu sinni
-sjálfur:
— Liklega 12—13 ára. Og nú
•er hún veik — er með mikinn
hita . . . vonandi samt, að það
sé ekkert alvarlegt. En unga
stúlkan, sem hringdi, virtist vera
mjög kvíðafull . . .
Þegar hann kom til West-
wood, snéri hann til vinstri og
hélt áfram meðfram háskólan-
um. Eftir tíu mínútna akstur,
var hann á leiðarenda.
Þar lá skrúðgarðurinn á
vinstri hönd; hann mundi ljós-
lega eftir háa hliðinu og löngu
trjágöngunum, sem láu að hús-
inu.
Hann bæði mundi eftir þessu
■og hafði séð myndir af því í ýms-
um kvikmyndatímaritum —
ætíð teknar í nánd við þann
hluta hliðsins, þar sem greini-
lega mátti lesa orðin: Einka-
landsvæði!
Sérhver áhugamaður um kvik-
myndir vissi, að þarna bjó hin
fagra Barbara Cain, hin vegsam-
.aða aðalleikkona Mammoth-fé-
lagsins 1 Hollywood.
Þegar hann kom að húsinu,
beið hans ung stúlka fyrir utan.
Hún heilsaði honum með önd-
ína í hálsinum: — Ó, læknir; ég
var farin að halda, að þér mynd-
5 L
uð aldrei koma. Annie litla er
svo mikið veik — hún hefur yf-
ir 41 stiga hita!
Hann klappaði hughreystandi
á handlegg hennar. — Ég fer
upp til hennar nú á stundinni;
þér munuð sjá, að þetta er ekk-
ert alvarlegt. Börn geta auðveld-
lega fengið háan hita, án þess
að nokkur hætta þurfi að vera
á ferðum þess vegna.
Hann fylgdi á eftir stúlkunni
upp stigann og rifjaði öðrum
þræði upp fyrir sér þá fögru
móttökusali og fallega búnu
stofur, sem leyndust að baki
hinna lokuðu dyra. Hann gægð-
ist út yfir handriðið — jú, aust-
urlenzku teppin, sem hann hafði
gefið henni á brúðkaupsferða-
laginu þeirra, láu á sínum gamla
stað fyrir framan arininn í for-
salnum.
í DYRUNUM að barnaher-
berginu kom Barbara Cain til
móts við hann. Hann hrópaði
undrandi:
— Ég bjóst ekki við að hitta
þig hér. Síðan máði hann af and-
liti sínu sérhverja tjáningu og
hélt áfram kuldalega: — Eruð
þið ekki að vinna að kvikmynda-
töku úti við Laguna Beach ein-
mitt núna?
Hún kinkaði kolli og nagaði
á sér þumalfingurinn, eins og
HEIMILISRITIÐ