Heimilisritið - 01.05.1955, Side 54

Heimilisritið - 01.05.1955, Side 54
stúlkan hjá ykkur er líka utan við sig af ótta. Þetta er ekki fallega gert af þér. Hún lagði hönd sína í lófa hans, leit upp á hann stórum augum og mælti: — Varst þú líka hræddur? Hann kinkaði kolli. — Það þykir mér leitt, hvísl- aði hún. Skyndilega lyfti hann einu sængurhorninu og náði taki á heitum bakstri, sem hún hélt klemmdum þétt undir handveg- inn til þess að verða rauð og heit í kinnunum. Hann fleygði bakstrinum á stólinn: — Jæja, heldurðu þá ekki, að sjúklingurinn fari bráðum að jafna sig? Hún flissaði. — Jú, ætli það ekki. Svo teygði hún úr handleggjunum og vafði þeim utan um hálsinn á honum. Andliti hans þrýsti hún fast upp að kinn sér: — Þú ert mér nú ekkert reið- ur, er það? hvíslaði hún. Hann brosti: — Nei, elskan mín. Ekki vitund. Síðan kyssti hann hana og reis á fætur. — En ég hefi mikið að gera, og ég verð að hugsa um að koma mér aftur til sjúkra- hússins. Nú skalt þú vera góð og þæg stúlka, þá skal ég fyrir- skipa, að þú liggir í rúminu þangað til á morgun — það lítur bezt út, skólans vegna, finnst þér það ekki? — Þar næsta dag geturðu farið á fætur og komið í skólann í tvo tíma. Skilurðu mig? Hún kinkaði kolli og veif- aði til hans hendinni um leið og hann fór. — Þú ert bezti pabbinn í heimi, kallaði hún á eftir hon- um. Og duglegasti læknir í heimi. Hann snéri sér við í dyrunum og hvessti brún til málamynda. NIÐRI í forsalnum stóð móðir hennar örvæntingarfull og beið eftir honum. — Þetta er ekkert að óttastr sagði hann í rabbtón. Hún hef- ur bara notað heitan bakstur til að hækka í sér hitann — og í hitamælinum. :— Hefur hún hvað? Hvers vegna í ósköpunum hefur hún tekið upp á því? Hann brosti, sínu snúna og smákaldhæðna brosi: — Ja, til þess að fá tækifæri til að sjá hann föður sinn, býst ég við. Barbara leit á hann. Síðan féll hún í grát. — Ó, Ralph, kjökraði hún. Ég sakna þín líka svo mikið. Ég sakna þín hræðilega og hef sakn- að þín hvern einasta dag í öll þessi ár. 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.