Heimilisritið - 01.05.1955, Side 59
Framhaldssaga eftir
BUTH FLEMING
Nýi
herragctrðs-
eigandinn
FORSAGA
Linda Kinlock er gjafvaxta dóttir
nýlátins herragarðseiganda. Herra-
garðurinn hefur gengið í arf til Bruce
Kinlocks í London, en Linda hefur
dvalið hjá honum og kaldlyndri móð-
ur hans um hríð. Nú eru þau öll á
leið til herragarðsins í Skotlandi og
á Linda að verða einkaritari Bruce
þar.
Það varð þyngslaleg þögn um
stund. Svo bauð Linda góða nótt
og gekk til sængur. Hún var
þreytt eftir ferðalagið, en þegar
hún var lögst út af, gat hún samt
ekki sofnað strax.
Hún gat varla trúað því, að á
morgun kæmi hún aftur til Kin-
lock Hall. Hún hlakkaði til þess
eins og barn, að hitta aftur
gamla trygga þjónustufólkið, og
hún hafði lofað sjálfri sér því,
að það skyldi ekki líða á löngu
þangað til hún hefði kennt
Bruce að meta hið dásamlega
umhverfi herragarðsins.
10. kapítuli
FRÚ Kinlock varð fyrir von-
brigðum, er hún sá herragarð-
inn, en Bruce og Linda Ijómuðu
af ánægju.
Þegar Agnes og hitt þjónustu-
fólkið kom auga á Lindu í bíln-
um, sem nam staðar fyrir utanr
fagnaði það ákaft og tók á móti
henni eins og hjartkærum vini.
Frú Kinlock fannst þessi fram-
koma þeirra ótilhlýðileg, og að
hennar áliti sönnuðu þjónarnir að
þeir væru eins ónothæfir og hún
hafði haldið, og það var með
naumindum að hún gat látið
það athugasemdalaust.
Bruce gekk á röðina og heils-
aði hverjum og einum með
handabandi og fékk að vita nafn
þeirra, og Linda fann að öllum
MAÍ, 1955
57