Heimilisritið - 01.05.1955, Side 62

Heimilisritið - 01.05.1955, Side 62
óánægjulega. .,Það er óhóf.“ Lindu gramdist, að vinsam- legri tilraun Elsabeth til þess að gleðja húsbændurna, skyldi vera tekið svona, en hún sagði ekki orð. Hún var komin aftur til Kinlock Hall sem einkaritari eigandans, og henni var alveg ljóst, að framvegis varð hún að temja sér stillingu og hlédrægni. Það myndi áreiðanlega verða breyting á mörgu hér undir stjóm frú Kinlocks, og það varð hún að gera sér að góðu þegj- andi og hljóðalaust. Það var hluti af því gjaldi, sem hún varð að greiða fyrir að fá að búa á æskuheimili sír.u. Henni varð litið til Bruce, sem sat þungt hugsandi í hæginda- stól. Hann veitti því enga at- hygli að móðirin virti vandfýsn- islega fyrir sér hvern hlut í stof- unni, en Linda sá andúðarsvip- inn á andliti hennar, og það olli henni kvíða. Svo tók frú Kinlock upp sjálf- blekung og fór að skrifa eitthvað hjá sér. Linda fékk hjartslátt. Datt henni kannske í hug að fara að gera breytingar í þess- um dásamlegu herbergjum? Átti að burtkasta öllum gömlu góðu húsgögnunum og fá ný? Það gat varla verið. Svo kom stofuþernan inn til þess að sækja bakkann. „Viljið þér biðja húsjómfrúna um að koma inn,“ sagði frú Kin- lock. „Er það Agnes, sem frúin vill tala við?“ spurði stúlkan. „Já.“ Agnes kom inn eftir andartak, og frú Kinlock sagði: „Ég kýs að ávarpa þjónustu- fólk mitt með eftirnafni þess. Hvað heitið þér meira en Agn- es?“ ,.Agnes McLean.“ „Eruð þér gift ráðsmannin- um?“ „Nei, þetta er algengt ættar- nafn hérna í Kinlock, frú.“ „Jæja,“ sagði frú Kinlock. „Þér vitið, frú McLean, að það hefur ekki verið nein styrk leið- andi hönd hér síðustu árin. Hið erfiða og ábyrgðarmikla hlut- verk húsmóðurinnar var falið hinni ungu dóttur síðasta herra- garðseigandans, og hana skorti auðvitað nauðsynlega reynslu. Nú vil ég biðja yður um, að gera hinu þjónustufólkinu það ljóst, að framvegis koma allar fyrirskipanir frá mér. Skiljið þér það?“ „Já, frú,“ svaraði Agnes brúnaþung. „Á næstu vikum ætla ég að færa ýmislegt hér í höllinni í betra horf,“ hélt frú Kinlock á- fram, „Ég mun gefa yður fyrir- 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.