Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 65
„Kemur vorið seint eða
snemma hérna?“ spurði hann.
,,Það er dálítið misjafnt, eins
og þú skilur,“ svaraði hún, „en
það kemur að minnsta kosti allt-
af snögglega. Við vöknum ein-
hvern morguninn og heyrum
sunnanvindinn þjóta fyrir hús-
hornin, og eftir örfáa daga er
snjórinn horfinn. Svo taka tún-
in að grænka, og fyrr en nokk-
urn varir eru trén farin að
bruma. . . . En eigum við ekki
að Ijúka við bréfin okkar?“
„Það getur beðið,“ sagði hann
dálítið óþolinmóður. „Kemur
breytingin virkilega svo snögg-
lega? Það hlýtur að vera indælt
eftir alla þokuna og snjómugg-
una, sem við höfum haft. Stund-
um hefur mér næstum fundizt
að við hlytum að vera á Græn-
landi.“
Hann hafið aftur snúið sér að
glugganum, og nú benti hann
hann út.
„Ég hef aldrei tekið eftir þessu
húsi þarna fyrr,“ sagði hann.
„Hver býr þar?“
Linda stóð upp og gekk til
hans. Þegar hún kom upp að
hlið hans, varð hann gripinn
næstum óviðráðanlegri löngun til
þess að leggja handlegginn utan
um hana, en honum fannst hún
svo ung og saklaus, að hann
vildi vera alveg öruggur um til-
MAÍ, 1955
finningar sínar, áður en hann
tjáði henni þær. Hann ætlaði
heldur að stefna hægt og hægt
að settu marki og reyna að vinna
ást hennar smátt og smátt, því
hann áleit að hún væri ekki ein
af þeim, sem funandi ástríða
sprettur skyndilega hjá.
„Þetta er Carnforth-húsið,“
svaraði hún. „Carnforth-hjónin
eru gamlir kunningjar okkar
pabba.“
„Eiga þau nokkur börn?“
„Já, einn son, sem heitir Mau-
rice.“
Þetta var í fyrsta skipti sem
hún nefndi það nafn, síðan ó-
þægilegi atburðurinn gerðist á
leiðinni til Gullach, og það fór
hrollur um hana er henni varð
hugsað til þess, hversu svívirði-
leg framkoma hans hafði ver-
ið.
„Hvað er hann gamall?“
spurði Bruce, „og hvernig er
hann?“
„Hann er tuttugu og fjögra,
og er svo spilltur að hann er
næstum því óþolandi.“
Hann tók eftir bitrum undir-
tón í rödd hennar.
„Geðjast þér ekki að honum?“
„Það er svo langt síðan ég hef
séð hann,“ sagði hún og hliðraði
sér við að svara. „En Bruce,
klukkan er orðin margt. Það er
bráðum kominn hádegismatur,
63