Heimilisritið - 01.10.1955, Side 3

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 3
HEIMILISRITIÐ OKTÓBER 13. ÁRGANGUR 1955 Miiii Sögukprn ejtir Sigurjón jrá Þorgeirsstöðum DRENGURINN liggur í sand- inum. Litlir fingurnir fálma leit- andi. Og grafa. Vot sandkorn, dökkar kringlóttar agnir, loða við hendur hans. Þau verða sjálfsagt perlur, þegar þau stækka — í vitund drengsins á allt, sem er smátt, eftir að vaxa. Gamli maðurinn situr á sjáv- arkambinum, fylgist með snáð- anum. Hann brosir. Æskan á viljaþrekið og eldmóðinn, leitar dýrgripa og leikfanga í svörtum sandinum. Sá er ekki heillum horfinn, sem á vonina og hugð- arefnin. Drengurinn hamast, sveigir sig og beygir, grefur. Hann er eldrauður af áreynslu, púar í gúlana, íbygginn. Ljóst lokkað hárið er rakt af svita. Gamli maðurinn bíður. Hann gekk út með sjónum með barn- inu. Þær eru margar hætturnar, sem geta grandað óvitanum. En augu afans eru vökul. Hafið er spegilslétt, mókir í vorblíðunni. Landaldan er lág og sakleysisleg, veltir sér leti- lega upp í fjöruna. Útsogið hníg- ur hóglega. Hafið er síkvikt. Og sandurinn býr yfir hverfulleika þess. Hann er leiksoppur haföld- unnar. Einn daginn er fjöru- kamburinn hár og brattur, eins og fjallshlíð, og marbakkinn er við flæðarmálið. En á næsta dægri er kamburinn orðinn mar- flatur, og þar sem áður var reg- indýpi eru grunnrif og sandhól- ar. Drengurinn hefur náð sér í stóra kúskel. Með henni mokar hann rösklega. Gryfjan dýpkar.

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.