Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 62

Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 62
inn í sal, þar sem eldur logaði glatt í arni. Hún virti manninn fyrir sér og sá fljótlega, að honum myndi hún ekki geta treyst. Stingandi augu hans voru reikul, og bros- ið var smeðjulegt. En hún átti ekki annarra kosta völ en reyna að fá hjálp, hvar sem hennar væri að leita. „Getið þér hjálpað mér til að komast burt héðan?“ spurði hún lágt. „Ég hugsa að Carnforth væri ekki hrifinn af því,“ sagði hann flissandi. „Þér ættuð að fá yður sæti og hvíla yður, þangað til hann kemur inn.“ „Er konan yðar ekki hérna — eða þjónustustúlka?" spurði Linda í öngum sínum. „Því miður ekki. Konan dó fyrir tíu árum, og ég hef ekki haft neina kvenmannsaðstoð síð- an.“ Henni þyngdi í skapi, því nú fyrst varð henni ljóst, hversu varnarlaus hún var. Hún gekk að arninum til að verma hend- urnar, og skömmu síðar kom Maurice inn. „Sam, láttu okkur fá eitthvað að borða og hafðu tilbúið her- bergi. Svo viljum við vera alein og ótrufluð.11 Veitingamaðurinn hló kank- víslega og lagði á borð. Og að lokum kom hann með viský- flösku og dró sig 1 hlé. „Þú lætur mig svo vita, þeg- ar herbergið er tilbúið, og svo ætla ég að gefa þér síðustu fyr- irmæli mín,“ sagði Maurice. „Við viljum ekki láta ónáða okkur undir neinum kringum- stæðum. Hverjir svo sem koma kunna hingað í nótt, þá hleypir þú þeim ekki inn. Þú þekkir mig og veizt, að þér verður borgað vel, ef þú gerir eins og ég segi.“ Maðurinn kinkaði kolli og fór. „Nú skaltu koma og fá þér að borða, Linda,“ sagði Maurice. „Þetta hefur verið erfitt ferða- lag, og þú hressist á því að fá þér einhverja næringu. Eða viltu kannske einn sjúss fyrst?“ „Ég vil hvorki mat né drykk,“ svaraði hún lágróma og veitti at- hygli augum hans, sem voru með kynlegum og óhugnanleg- um gljáa. „Ég krefst þess eins, að þú áttir þig á, hversu vitfirr- ingsleg þessi hugmynd þín er, og að þú akir mér heim aftur.“ „Hættu svona þvaðri,“ sagði hann hörkulega, hellti viský í glas og drakk það út í einum teig. „Þú veizt, hvers vegna ég hef farið með þig hingað, og þá veiztu líka, að það þýðir ekki fyrir þig að reyna að komast héðan. Ég elska þig, skilurðu!“ „Elska,“ sagði hún með fyrir- 60 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.