Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 54

Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 54
arinnar var eftir reyndi hann að komast fram úr henni, en það tókst ekki og þau gripu jafnt í handriðið. „Við vorum jöfn,“ sagði hann móður um leið og hann hóf sig upp á bakkann. Hún tók í útrétta hönd hans og settist við hlið hans. „Ég var örugg um að vinna,“ sagði hún og blés mæðinni. „En þér voruð of duglegur. Undir lokin hélt ég, að þér væruð kom- inn fram úr mér.“ „Kraftarnir dugðu ekki,“ svar- aði hann. „Þér eruð dugleg, ung- frú O’Brien. En hvað nú um samning okkar?“ „Ég hætti að kalla yður „ein- setumanninn", og þér verðið herra minn í kvöld.“ Hún brosti, og honum fannst eitthvað nýtt hafa skeð í lífi sínu, eitthvað undursamlegt. . . . Eftir nokkra daga varð honum ljóst, að það var ástin, sem hafði heltekið hann. Fyrsta kvöldið, sem þau voru saman, vöktu þau mikla athygli. Henni hafði tek- izt það, sem engri annarri hafði tekizt, að draga unga manninn úr hýði sínu. Þau dönsuðu mik- ið saman, mörgum til mikillar gremju, ekki sízt greifanum, en Katrín virtist kæra sig kollótta. Að dansinum loknum fylgdi hann henni að klefa hennar. Hún lokaði augunum, og beið þess að hann kyssti hana. En þá sleppti hann henni og kyssti á hönd hennar. „Góða nótt, Katrín, og þakka yður fyrir yndislegt kvöld.“ Hann sneri sér við og fór. Hún stóð eftir undrandi, og andstæð- ar hugsanir brutust um í huga hennar. Hvers vegna kyssti hann hana ekki? Hún haf5i gefið hon- um í skyn, að hún hefði ekkert á móti því? Svona hefði enginn af hinum karlmönnunum hag- að sér. Það hafði valdið Richard mik- illi áreynslu að kyssa hana ekki. Koss var henni aðeins vopn í ást- leitninni, og hann vildi ekki taka þátt í því. Hann elskaði hana, og hann minntist orða föð- ur hennar: „Verðið ekki ástfang- inn af henni“. Hann forðaðist hana næsta dag, en þegar hann hélt sig vera úr allri hættu niðri í bókaherberginu, birtist Katrín þar skyndilega, alvarleg og undarleg á svip. „Richard, hvers vegna forðast þú mig?“ spurði hún rólega. „Hef ég gert þér eitthvað?“ „Katrín. Eg — ég get ekki skýrt það . . .“ Hún settist á stólinn hjá hon- um og andlit hennar var hættu- lega nálægt hans. Hún hvíldi litlu, brúnu höndina á öxl hans. 52 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.