Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 14

Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 14
— Það er munnstykkinu að kenna — eða þakka, sagði Jack hikandi. — Það segir þú en ekki ég, sagði hún hlæjandi. Da Capo! Hann fylgdi henni heim gegn- um hljóðar og hlykkjóttar göt- urnar. Himinninn var þakinn blikandi stjörnum. Jack hafði á tilfinningunni að eitthvað stór- kostlegt væri í vændum. Það var áþekk tilfinning og sagt er að prinsessur hafi þegar prinsinn nálgast, sem leysir þær úr álög- um. Hann fékk Millie til að lofa sér því, að hún skyldi ekki taka sér neitt sérstakt fyrir hendur fyrr en þau hittust í veitinga- húsinu að morgni. — Ég þarf að kippa ýmsu í lag, sagði Jack. — Ég líka sagði Millie — en hingað til hef ég ekki þurft á því að halda. Þegar Jack klifraði um borð 1 „Gabríel II“. og lagðist í koj- una hlakkaði hann ákaft til næsta dags. Jack kom ekki upp á þilfarið daginn eftir fyrr en liðið var fram að hádegi. Lísa og frænka hennar, sem var eins konar siða- postuli þeirra um borð, sátu að snæðingi á þilfarinu. Frænkan hvarf hljóðlega þegar hún sá Jack. — Skemmtirðu þér vel í gær- kvöldi? spurði Lísa um leið og hún hellti kaffi í bollann hans. — Prýðilega! — Lísa, þessi stúlka . . . Hún brosti sínu bjartasta brosi. — Ég veit það. Ég grunaði þig að ósekju. Þú hafðir aldrei séð hana fyrr. — Nei, en hvernig veiztu það? Hún hló. — Mér væri auðvitað í lófa lagið að láta þig halda að kveneðli mitt hefði sagt mér það, elskan, en skýringin er miklu einfaldari. Hún hefði varla komið hingað til að fá upp- lýsingar um þig, ef þið væruð gamlir kunningjar. Jack dreypti varlega á kaffinu og setti bollann frá sér aftur með sömu varúðinni. — Leita upplýsinga um mig? — Já, en 'hún spurði auðvitað ekki um mig. Hún kom hingað í morgun og spurði skipverjana, spurði þá spjörunum úr. Ég býst við að hún sé að leita að nafn- inu þínu í hlutabréfaskránni á þessu augnabliki. — En hún vissi ekki að ég — hún hélt bara að ég væri . . . — Bara fátækur trompetisti, eða hvað? Hún hlýtur að vera komin á aðra skoðun núna. Þú ættir að tala við hásetana. — Það er ekki nauðsynlegt, sagði Jack stillilega. Hann stóð 12 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.