Heimilisritið - 01.10.1955, Page 14

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 14
— Það er munnstykkinu að kenna — eða þakka, sagði Jack hikandi. — Það segir þú en ekki ég, sagði hún hlæjandi. Da Capo! Hann fylgdi henni heim gegn- um hljóðar og hlykkjóttar göt- urnar. Himinninn var þakinn blikandi stjörnum. Jack hafði á tilfinningunni að eitthvað stór- kostlegt væri í vændum. Það var áþekk tilfinning og sagt er að prinsessur hafi þegar prinsinn nálgast, sem leysir þær úr álög- um. Hann fékk Millie til að lofa sér því, að hún skyldi ekki taka sér neitt sérstakt fyrir hendur fyrr en þau hittust í veitinga- húsinu að morgni. — Ég þarf að kippa ýmsu í lag, sagði Jack. — Ég líka sagði Millie — en hingað til hef ég ekki þurft á því að halda. Þegar Jack klifraði um borð 1 „Gabríel II“. og lagðist í koj- una hlakkaði hann ákaft til næsta dags. Jack kom ekki upp á þilfarið daginn eftir fyrr en liðið var fram að hádegi. Lísa og frænka hennar, sem var eins konar siða- postuli þeirra um borð, sátu að snæðingi á þilfarinu. Frænkan hvarf hljóðlega þegar hún sá Jack. — Skemmtirðu þér vel í gær- kvöldi? spurði Lísa um leið og hún hellti kaffi í bollann hans. — Prýðilega! — Lísa, þessi stúlka . . . Hún brosti sínu bjartasta brosi. — Ég veit það. Ég grunaði þig að ósekju. Þú hafðir aldrei séð hana fyrr. — Nei, en hvernig veiztu það? Hún hló. — Mér væri auðvitað í lófa lagið að láta þig halda að kveneðli mitt hefði sagt mér það, elskan, en skýringin er miklu einfaldari. Hún hefði varla komið hingað til að fá upp- lýsingar um þig, ef þið væruð gamlir kunningjar. Jack dreypti varlega á kaffinu og setti bollann frá sér aftur með sömu varúðinni. — Leita upplýsinga um mig? — Já, en 'hún spurði auðvitað ekki um mig. Hún kom hingað í morgun og spurði skipverjana, spurði þá spjörunum úr. Ég býst við að hún sé að leita að nafn- inu þínu í hlutabréfaskránni á þessu augnabliki. — En hún vissi ekki að ég — hún hélt bara að ég væri . . . — Bara fátækur trompetisti, eða hvað? Hún hlýtur að vera komin á aðra skoðun núna. Þú ættir að tala við hásetana. — Það er ekki nauðsynlegt, sagði Jack stillilega. Hann stóð 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.