Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 44
Sönnun fyrir blöndun
í HVERJU héraði á þessari
leið, kippir meginþorra íbúanna
í kyn til tegundar þeirrar er
héraðið byggir. Norðan til líkj-
ast þeir meira eða minna Nor-
ræna kyninu, en sunnan til Mið-
jarðarhafskyninu, en í báðum
tilfellum eru margir einstakling-
ar, sem samsvara ekki aðalteg-
undinni. í Skandinavíu er tölu-
verður dökkur þáttur, sem
hneigist allmjög í átt til stutt-
höfða.
Meðal sumra íbúanna geta ein-
staklingseinkennin verið þannig
ummynduð, að þeir mynda
blendings- eða millibilsgerð, aðr-
ir geta sýnt samsafn einkenna,
sem tilheyra hinum tveim teg-
undum, en yfirleitt eru ljósu
einkennin ráðandi. Hið ekta
kyn þessara landa, það Norræna,
er varanlegast, erfðafræðilega
séð.
Sama má segja um tegundir
þær, sem kenndar eru við Alp-
ana og Miðjarðarhafið. Suður
þar er á sama hátt ljós þáttur,
en hin dökku kyneinkenni reyn-
ast mestu ráðandi og varanleg-
ust. Um miðbikið er auk stutt-
höfða Alpakynsins, sem er ein-
kennandi tegundin, augljós
blöndun af ljósu langhöfðunum
fyrir norðan, og dökku langhöfð-
uðu íbúunum fyrir sunnan.
Norræn glæsimennska
Dr. F. Nansen, landkönnuðurinn
norski, var af norræna kynstofnin-
um, sem er ríkjandi í Skandinavíu.
Gildi mannfræðinnar
Það er þessari misblöndun í
útbreiðslu aðal manngerðanna í
Evrópu að þakka, að ennþá er
hægt með vissri nákvæmni og í
samræmi við staðreyndirnar. að
tala um t. d. Miðjarðarhafsþátt-
inn eða áhrifin meðal íbúa Stóra-
Bretlands, lágvöxnu, dökku ibú-
ana í Wales og vesturhéruðun-
um, enda þótt einstaklingar þeir,
sem þessi lýsing tekur til, hafi
engin persónuleg tengsl við
Miðjarðarhafslöndin. né forfeð-
ur þeirra hafi komið þaðan. að
42
HEIMILISRITIÐ