Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 4

Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 4
Og sandhaugurinn • hækkar. Ánægjan eykst við að sjá árang- ur af starfinu. Gamli maðurinn skimar út yf- ir hafflötinn. Þar hefur hann marga hildi háð. Og einkasonur hans lagði ungur á hafið — til að afla fjár og frama. Farmað- ur fer víða. Og kemur í margar hafnir. Drengurinn hefur vakandi auga á öllu, sem leynist í greftr- inum: skeljabrot, kufungar, tennur úr ígulkerum, gripteng- ur af humar. Þessum fjársjóð- um safnar hann í hrúgu.. Það gifnilegasta velur hann síðan úr, fer með það heim og lætur í .gullastokkinn. Gamli maðurinn: Hafið varð legrúm sonar míns. Hafið er miskunnarlaust. Þær þjóðir, sem sækja þangað björg, verða að færa því margar fórnir. Margar dýrar fórnir, sem það skilar aldrei aftur. Drengurinn: Nú reisi ég pýra- mída úr sandinum. Pýramída handa honUm afa. Faraóarnir í Egyptalandi voru geymdir í pýramídum. Þegar hann afi deyr, ætla ég að geyma hann í pýramída. Afi er svo góður, að hann á það skilið að vera geymd- ur í pýramída, eins og faraóarn- ir. Gamli maðurinn rær • fram í gráðið og rekur áfram minning- ar: Það voru nú meiri hamfar- irnar í hafinu, nóttina, sem skip- ið hans fórst. Ungur glæsilegur skipstjóri í dag — nár í djúpi hafsins á morgun. Og lítill móð- urlaus drengur, saklaust ómálga barn, hefur misst föður sinn. Drengurinn ræðst að sand- haugnum. Hann hefur séð mynd af pýramída. Hún er skýr 1 huga hans. Og hann mótar sandhrúg- una eftir myndinni. Hann sting- ur höndum í vasana, spígsporar umhverfis listaverkið, ýmist beint áfram eða rangsælis. Hann er sigrihrósandi, eins og verk- fræðingur, sem unnið hefur tæknilegt afrek. Nú má hann afi deyja — hann verður alltaf til, þó að hann deyi, fyrst mér datt í hug að gefa honurn pýra- mída. Svo heldur drengurinn áfram að grafa. Gamli maðurinn hugsar: Þarna hefur stúfurinn búið til fjallstind. Hann er minnisvarði um nokkur augnablik í lífi drengsins hérna í fjörunni. En hann jafnast við jörðu í næstu stormhrinu. Eða í næsta hafróti. Þannig fer venjulega um verk mannanna: þau eyðast fyrir tönn tímans og verða, eins og menn- irnir, sem skópu þau, forgengi- leikanum að bráð. 2 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.