Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 4
Og sandhaugurinn • hækkar.
Ánægjan eykst við að sjá árang-
ur af starfinu.
Gamli maðurinn skimar út yf-
ir hafflötinn. Þar hefur hann
marga hildi háð. Og einkasonur
hans lagði ungur á hafið — til
að afla fjár og frama. Farmað-
ur fer víða. Og kemur í margar
hafnir.
Drengurinn hefur vakandi
auga á öllu, sem leynist í greftr-
inum: skeljabrot, kufungar,
tennur úr ígulkerum, gripteng-
ur af humar. Þessum fjársjóð-
um safnar hann í hrúgu.. Það
gifnilegasta velur hann síðan
úr, fer með það heim og lætur
í .gullastokkinn.
Gamli maðurinn: Hafið varð
legrúm sonar míns. Hafið er
miskunnarlaust. Þær þjóðir, sem
sækja þangað björg, verða að
færa því margar fórnir. Margar
dýrar fórnir, sem það skilar
aldrei aftur.
Drengurinn: Nú reisi ég pýra-
mída úr sandinum. Pýramída
handa honUm afa. Faraóarnir í
Egyptalandi voru geymdir í
pýramídum. Þegar hann afi
deyr, ætla ég að geyma hann í
pýramída. Afi er svo góður, að
hann á það skilið að vera geymd-
ur í pýramída, eins og faraóarn-
ir.
Gamli maðurinn rær • fram í
gráðið og rekur áfram minning-
ar: Það voru nú meiri hamfar-
irnar í hafinu, nóttina, sem skip-
ið hans fórst. Ungur glæsilegur
skipstjóri í dag — nár í djúpi
hafsins á morgun. Og lítill móð-
urlaus drengur, saklaust ómálga
barn, hefur misst föður sinn.
Drengurinn ræðst að sand-
haugnum. Hann hefur séð mynd
af pýramída. Hún er skýr 1 huga
hans. Og hann mótar sandhrúg-
una eftir myndinni. Hann sting-
ur höndum í vasana, spígsporar
umhverfis listaverkið, ýmist
beint áfram eða rangsælis. Hann
er sigrihrósandi, eins og verk-
fræðingur, sem unnið hefur
tæknilegt afrek. Nú má hann
afi deyja — hann verður alltaf
til, þó að hann deyi, fyrst mér
datt í hug að gefa honurn pýra-
mída.
Svo heldur drengurinn áfram
að grafa.
Gamli maðurinn hugsar:
Þarna hefur stúfurinn búið til
fjallstind. Hann er minnisvarði
um nokkur augnablik í lífi
drengsins hérna í fjörunni. En
hann jafnast við jörðu í næstu
stormhrinu. Eða í næsta hafróti.
Þannig fer venjulega um verk
mannanna: þau eyðast fyrir tönn
tímans og verða, eins og menn-
irnir, sem skópu þau, forgengi-
leikanum að bráð.
2
HEIMILISRITIÐ