Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 5
„Hvað er þetta, afi minn?“ Drengurinn kemur hlaupandi, færandi hendi, dýrgrip ókennd- an, sem hann hefur fundið í sandinum. Gamli maðurinn tekur við því, sem að honum er rétt, veltir því fyrir sér á ýmsa vegu, fer um það nærgætnum höndum, lýtur höfði og verður þungt hugsandi. Drengurinn innir hann á ný eftir því, hvað þetta sé, er orð- inn óþolinmóður. Hann afi getur stundum orðið þunglamalegur og seinn til svars. Gamli maðurinn hefur legið andvaka margar langar nætur, þegar hafið fer hamförum. Þá sér hann sýnir. Himinháar hol- skeflur bera einkason hans upp að skerjum og dröngum, lemja honum heiftarlega við brim- sorfna kletta og stórgrýti. Þar molna bein og slitna kjúkur. „Heyrirðu ekki, afi minn?“ spyr drengurinn. „Þetta er rifbein úr manni,“ segir gamli maðurinn kyrrlát- lega. ? Drengurinn tekst á loft af fögnuði, augu hans tindra og hann hrópar: „Ég ætla að eiga þetta rifbein og biðja guð að smíða mér úr því konu, þegar ég er orðinn stór.“ * Hann lifði á kartöflum Afar feitur maður gekk eftir a^jlgötunni í Vichy í Frakklandi, og tveir kunningjar horfðu hugsandi á eftir honum. Þá sagði ann- ar þeirra: „Sá er aldeilis orðinn feitur!“ „Það er engin furða,“ sagði hinn. „Hann hefur lifað eingöngu á kartöflum í nokkra mánuði.“ „Það er ómögulegt! Borðar hann þær?“ „Nei, hann selur þær.“ — La Marseillaise, Alsír. Hæverskleg leiðbeining Piltur og stúlka voru á gangi milli bæja í sveitinni. Pilturinn var með stóran poka á bakinu, hænu í annarri hendi, staf í hinni og teymdi auk þess geit. Þau komu á skuggalegan stíg. Þá sagði stúlkan: „Ég er hrædd við að ganga hérna ein með þér. Þú reynir kannske að kyssa mig.“ Sveitapilturinn sagði: „Hvernig gæti ég það, og bera allt þctta?“ „Ja, þú gætir stungið stafnum niður, bundið geitina við hann, og látið hænuna í pokann." OKTÓBER, 1955 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.