Heimilisritið - 01.10.1955, Side 5

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 5
„Hvað er þetta, afi minn?“ Drengurinn kemur hlaupandi, færandi hendi, dýrgrip ókennd- an, sem hann hefur fundið í sandinum. Gamli maðurinn tekur við því, sem að honum er rétt, veltir því fyrir sér á ýmsa vegu, fer um það nærgætnum höndum, lýtur höfði og verður þungt hugsandi. Drengurinn innir hann á ný eftir því, hvað þetta sé, er orð- inn óþolinmóður. Hann afi getur stundum orðið þunglamalegur og seinn til svars. Gamli maðurinn hefur legið andvaka margar langar nætur, þegar hafið fer hamförum. Þá sér hann sýnir. Himinháar hol- skeflur bera einkason hans upp að skerjum og dröngum, lemja honum heiftarlega við brim- sorfna kletta og stórgrýti. Þar molna bein og slitna kjúkur. „Heyrirðu ekki, afi minn?“ spyr drengurinn. „Þetta er rifbein úr manni,“ segir gamli maðurinn kyrrlát- lega. ? Drengurinn tekst á loft af fögnuði, augu hans tindra og hann hrópar: „Ég ætla að eiga þetta rifbein og biðja guð að smíða mér úr því konu, þegar ég er orðinn stór.“ * Hann lifði á kartöflum Afar feitur maður gekk eftir a^jlgötunni í Vichy í Frakklandi, og tveir kunningjar horfðu hugsandi á eftir honum. Þá sagði ann- ar þeirra: „Sá er aldeilis orðinn feitur!“ „Það er engin furða,“ sagði hinn. „Hann hefur lifað eingöngu á kartöflum í nokkra mánuði.“ „Það er ómögulegt! Borðar hann þær?“ „Nei, hann selur þær.“ — La Marseillaise, Alsír. Hæverskleg leiðbeining Piltur og stúlka voru á gangi milli bæja í sveitinni. Pilturinn var með stóran poka á bakinu, hænu í annarri hendi, staf í hinni og teymdi auk þess geit. Þau komu á skuggalegan stíg. Þá sagði stúlkan: „Ég er hrædd við að ganga hérna ein með þér. Þú reynir kannske að kyssa mig.“ Sveitapilturinn sagði: „Hvernig gæti ég það, og bera allt þctta?“ „Ja, þú gætir stungið stafnum niður, bundið geitina við hann, og látið hænuna í pokann." OKTÓBER, 1955 3

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.