Heimilisritið - 01.10.1955, Page 6

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 6
Saga eftir IRVING GAYNAR NEIMAN Alla karlmenn dreymir um full- komnu stúlkuna. Þeir skrifa um hana í skáldsögum, og þeir mála málverk af henni. Jack hafði húðstungna mynd af henni á hand- leggnum, sem jafnvel trúlofaður maður getur leyft sér. En það versnaði í því, þegar hún opinberaðist sprelllifandi, fékk honum trompet og fór að syngja daegurlög. JACK Sheffield og Lísa Mor- ton höfðu verið trúlofuð í fimm ár, og það voru tæpar tvær vik- ur til brúðkaupsins þegar húð- stungan á hægri handlegg hans byrjaði að fara í taugamar á henni. — í guðs bænum farðu í jakk- ann. Fólk glápir á þig, sagði hún dag einn þegar þau reikuðu nið- ur aðalgötuna í Vineyard Hav- en, litla fallega bænum á Mort- has Vineyard baðströndinni. Jack andvarpaði. — Jesús minn, héít Lísa á- fram, — sástu þessa kerlingu? Augu hennar voru eins og tveir túkallar. Húðstunga Jacks var frá þeim tíma, þegar hann hafði verið í flotanum á stríðsárunum. Hún huldi meginið af hægri hand- legg hans innanverðum. Þegar hann var úti meðal fólks var hún venjulega ósýnileg, en í Vineyard Haven gekk hann í léreftsbuxum og ermalausri skyrtu og húðstungan var mjög áberandi. — Ef þú vilt ekki fara í jakk- ann, sagði Lísa, — ættirðu að minnsta kosti að gera mér það til hæfis að bera hann á hægri handleggnum. Jack andvarpaði. Hann var hár og grannvaxinn ungur mað- 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.