Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 8

Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 8
legt að þú skyldir leyfa að láta útflúra þig svona. Jack andvarpaði. — Það var gert 1 gamni. ■— É|g hef að minnsta kosti enga ánægju af því, sagði Lísa. — Ég vildi óska þú létir taka hana burt. — Það er ekki hægt að afmá húðstungu. Hún situr föst — eins og allt annað í fari mínu, sem þér fellur ekki í geð. — Eins og trompet-ýlfrið? — Einmitt. — Jæja, þá það. Hún brosti til hans sínu bjarta, tillitsfulla brosi. — Við venjumst sjálfsagt hvort öðru. Hið bjarta, tillitsfulla bros Lísu hafði engin áhrif á Jack. Það var hvorki hlýtt, vingjam- legt, né gáskafullt. Það var blátt áfram bjart og tillitsfullt bros, sem lét hann ósnortinn. í sann- leika sagt líktist Jack æ því minna ástföngnum brúðguma sem brúðkaupsdagurinn færðist nær. Þegar hann virti fyrir sér þessa laglegu, skolhærðu stúlku sem gekk við hlið hans gegnum smábæinn var hann jafnvel ekki viss um, að hann væri skotinn 1 henni. En það hefur enga þýðingu, hugsaði hann dapurlega. Lísa er rík, og það skiptir mestu máli. Þótt Jack hugsaði þannig væri rangt að álíta hann tækifæris- sinna. Litla lystisnekkjan „Gabr- iel II“, sem lá við akkeri í höfn Vineyard Haven, var eign hans. Ef snekkjan hefði verið hlaðin öllum verðbréfum hans og laus- um fjármunum hefði hún að vísu ekki sokkið, en hleðslu- merkið hefði færzt undir haf- flötinn. — Hver var hún? spurði Lísa. — Hver var hver? — Stúlkan á handleggnum? Jack hristi höfuðið mæðulega. — Ég hef sagt þér það einu sinni áður, sagði hann. — Hún er eng- in sérstök. Hún er bara — bara tákn. — Tákn hvers? — Tákn kvenmannsins, hugsa ég. Kannske tákn móðurgyðj- unnar. En bara tákn. Svoleiðis stúlka hefur aldrei verið til. — Ö! sagði Lisa. Það er ekki beinlínis viður- kenning á staðhæfingu hans. Það var miklu fremur hálfkæft óp. Hún undirstrikaði það með því að grípa Jack snögglega í handlegginn. — Sérðu! sagði hún. Jack leit upp götuna í þá átt sem hún benti. Hann snarstopp- aði. — Hvað! sagði hann. Þarna var hún. í stuttu máli: Þarna kom hún á móti þeim. 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.