Heimilisritið - 01.10.1955, Qupperneq 10

Heimilisritið - 01.10.1955, Qupperneq 10
Hún horfði lengi á húðstung- una. — Nei, hættið nú! — Lísa heldur að minnsta kosti að þetta sé mynd af yður. — Ég hef aldrei á ævi minni átt svona baðskýlu. — Auðvitað ekki. Þetta er bara táknmynd. En hún minnir samt sem áður á yður. Hún hrukkaði ennið. — Mér skilst að þér séuð að reyna að fá mig til að trúa því að unnusta yðar haldi að við séum gamlir kunningjar — af því þér hafið þessa kvenmannsmynd á hand- leggnum, er það rétt? — Einmitt. Þér verðið að af- saka. — Allt í lagi. En málið þér nú yfir þetta eða látið teppið falla. Ég hef séð nægju mína. Jack fiutti jakkann aftur yf- ir á hægri handlegginn. Millie rétti honum höndina. — Það var ánægjulegt að hitta yð- ur. — Þér megið trúa því, sagði Jack áf jáður, — mér hafði aldrei dottið í hug að nokkur stúlka gæti verið svona —. Hann var skyndilega gripinn þeirri kitlandi tilfinningu að merkilegt ævintýri væri að hef j- ast í lífi hans, og honum fannst að hann hefði beðið þess vikum og mánuðum saman að eitthvað skemmtilegt kæmi fyrir hann. —Þér — Þér hafið kannske, ekkert á móti því að drekka eitt glas með mér að skilnaði? Hún hugsaði sig um andartak, og kinkaði svo kolli. — Jú, það ætti að vera óhætt úr því að við erum gamlir kunningjar. Ég er dægurlagasöngkona og syng í veitingahúsinu Hvítmáfnum. Við gætum kannske fengið okk- ur staup á kostnað veitingahúss- ins. Hvítmáfurinn var lítið, þokka- legt veitingahús, og það var skreytt á þann hátt að það var eins og að stíga um borð í fjór- siglda skonnortu, þegar komið var inn í salinn. í einu horninu sátu tveir hljóðfæraleikarar og spiluðu syfjulegt dægurlag. — Þetta er ekki Valdorf Roof, sagði Millie um leið og þau sett- ust við laust borð, — en ég er ekki heldur Dinah S'hore. Býrðu hérna í bænum, Jack? — Já og nei. Ég bý í höfninni um borð í snekkjunni minni. Hún yppti annarri augnabrún- ini. — Nei, það var skemmtilegt. En það er vissara að hafa gæt- ur á henni. Ég ætla að trúa þér fyrir því, að ef ég er fimm mín- útur í burtu frá minni snekkju, þá byrja landkrabbarnir strax að höggva af henni siglutrén og hafa þau heim með sér sem minjagripi. 8 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.