Heimilisritið - 01.10.1955, Qupperneq 10
Hún horfði lengi á húðstung-
una. — Nei, hættið nú!
— Lísa heldur að minnsta
kosti að þetta sé mynd af yður.
— Ég hef aldrei á ævi minni
átt svona baðskýlu.
— Auðvitað ekki. Þetta er
bara táknmynd. En hún minnir
samt sem áður á yður.
Hún hrukkaði ennið. — Mér
skilst að þér séuð að reyna að
fá mig til að trúa því að unnusta
yðar haldi að við séum gamlir
kunningjar — af því þér hafið
þessa kvenmannsmynd á hand-
leggnum, er það rétt?
— Einmitt. Þér verðið að af-
saka.
— Allt í lagi. En málið þér
nú yfir þetta eða látið teppið
falla. Ég hef séð nægju mína.
Jack fiutti jakkann aftur yf-
ir á hægri handlegginn.
Millie rétti honum höndina. —
Það var ánægjulegt að hitta yð-
ur.
— Þér megið trúa því, sagði
Jack áf jáður, — mér hafði aldrei
dottið í hug að nokkur stúlka
gæti verið svona —.
Hann var skyndilega gripinn
þeirri kitlandi tilfinningu að
merkilegt ævintýri væri að hef j-
ast í lífi hans, og honum fannst
að hann hefði beðið þess vikum
og mánuðum saman að eitthvað
skemmtilegt kæmi fyrir hann.
—Þér — Þér hafið kannske,
ekkert á móti því að drekka eitt
glas með mér að skilnaði?
Hún hugsaði sig um andartak,
og kinkaði svo kolli. — Jú, það
ætti að vera óhætt úr því að við
erum gamlir kunningjar. Ég er
dægurlagasöngkona og syng í
veitingahúsinu Hvítmáfnum.
Við gætum kannske fengið okk-
ur staup á kostnað veitingahúss-
ins.
Hvítmáfurinn var lítið, þokka-
legt veitingahús, og það var
skreytt á þann hátt að það var
eins og að stíga um borð í fjór-
siglda skonnortu, þegar komið
var inn í salinn. í einu horninu
sátu tveir hljóðfæraleikarar og
spiluðu syfjulegt dægurlag.
— Þetta er ekki Valdorf Roof,
sagði Millie um leið og þau sett-
ust við laust borð, — en ég er
ekki heldur Dinah S'hore. Býrðu
hérna í bænum, Jack?
— Já og nei. Ég bý í höfninni
um borð í snekkjunni minni.
Hún yppti annarri augnabrún-
ini. — Nei, það var skemmtilegt.
En það er vissara að hafa gæt-
ur á henni. Ég ætla að trúa þér
fyrir því, að ef ég er fimm mín-
útur í burtu frá minni snekkju,
þá byrja landkrabbarnir strax
að höggva af henni siglutrén og
hafa þau heim með sér sem
minjagripi.
8
HEIMILISRITIÐ