Heimilisritið - 01.10.1955, Side 12

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 12
föður hans, Sheffield skipherra. Það var um þetta leyti að Jack fékk þann óvana að andvarpa í tíma og ótíma. Lísa hafði að sínu leyti gert honum það ótvírætt skiljanlegt, að hún vonaðist til að fá trompetið í brúðargjöf, svo hún gæti fleygt því í klósettið. — Við getum lánað þér trom- pet ef þú átt ekkert sjálfur, sagði Millie. Langar þig að reyna? — Auðvitað! Má ég fara og sækja trompetið? — Þú ert hér með ráðinn, Jack. Hann hljóp niður að snekkj- unni og til baka á mettíma. Kvöldverðargestirnir voru að fylla veitingasalinn þegar hann steig upp á hljómsveitarpallinn, og Millie, sem var eins og gyðja í fótsíðum kjól kynnti hann fyr- ir hljóðfæraleikurunum. Clambake Decker var mjög virðulegur á svipinn. Hann rétti Jack hendina og sagði: — Það gleður mig að sjá yður hér um borð, Jack. — Forstjórinn vill að við tölum sjómannamál, bætti hann við og glotti. Jack féll hann strax vel í geð. — Ég hef oft spilað með yður, Clambake, án þess að þér vær- uð sjálfur viðstaddur, sagði hann. — Jæja, þér spilið plöturnar mínar? sagði Clombake. — Sjálfur spilaði ég lengi plötur Berrigans. Við skulum byrja með „Tea for two“! — Allt í lagi, sagði Jack. Hann settist við hlið Clombak- es og fitlaði við trompettakkana til þess að ganga úr skugga um að þeir væru liðugir. Clombake drap dyninn með fætinum og blés sóló í fyrsta hluta lagsins. Magurt prófessors- andlit hans var rólegt og fálátt, en tónar hans voru af öðrum toga. Hann byrjaði rólega með átta töktum og fór svo að gera kúnstir, sem voru svo æsilegar að Jack fannst sér renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Jack var ekki alveg ljóst hvað hann spilaði sjálfur, en hann fylgdist þó vel með. Síðan byrj- aði Millie að syngja með sinni djúpu, hásu rödd, sem féll mjög vel að hljómsveitinni. Svo kink- aði Clambake kolli til Jacks. Jack dró andann djúpt, lokaði augunum og blés af öllum kröft- um. Hann lék rett frá fyrstu nótu. Með Clambakes klarinett ýlfrandi að baki sér lék hann tóna, sem hann hafði aldrei grunað að hann ætti til. Þegar fagnaðarlátum áheyr- enda linnti kom Millie til hans með ljómandi augu og sagði: — Stórkostlegt! — Flott! — 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.