Heimilisritið - 01.10.1955, Page 15

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 15
upp og gekk út að borðstokkn- um. — Mér þykir þetta svo leitt þín vegna, sagði Lísa kuldalega. í gær var engu líkara en þú hefðir kynnzt hinni sönnu ást, sem ekki kærir sig um peninga. — Já, sagði Jack dauflega. — En nú veiztu sjálfur hvern- ig það fór. Lísa gekk til hans út að borðstokknum. — Jack, við höfum aldrei blekkt sjálf okkur með tilliti til trúlofunar okkar, er það? Ég er rétta stúlkan handa þér af því þú vissir að ég myndi aldrei hafa valið þig vegna peninganna. Og eitthvað svipað hefur viðhorf mitt til þín verið. — Ég vil helzt ekki tala um það nú, ef þér er sama. — Það er alltaf gagnlegt að draga ályktanir af hlutunum, kæri. Stúlkan er falleg, það er satt. Ég býst við að það sé þægi- legt að vita það, að það er hægt að kaupa hana. — Þvert á móti, sagði Jack. Þegar Lísa var farin niður hélt hann áfram að standa hreyfingarlaus við borðstokkinn. Öðru hverju varð honum litið á húðstunguna, sem honum virt- ist nú ýkt og hlægileg. Skömmu síðar hljóp hann niður á bryggj- una og gekk inn í bæinn. Þegar hann kom aftur klukku- tíma síðar var annar handlegg- urinn reifaður stórum sáraum- búðum. Hann gaf skipun um að leysa landfestar. — Eigum við að sigla héðan, góði? spurði Lísa. — Já. Mér datt í hug að sigla til Menemska, hinum megin á eyjunni. — Prýðileg hugmynd, muldr- aði Lísa. Hún fór niður aftur um leið og Gabríel II seig frá bryggj- unni. Jack bað einn hásetann að taka við stýrinu og ætlaði nið- ur eftir henni, þegar hann sá glitta í eitthvað ljósrautt niðri á bryggjunni. Það var sundskýla Millie, og Millie var innan 1 henni. Hún veifaði hendinni og hrópaði eitthvað til Jacks, en snekkjuna hafði borið of langt frá bryggjunni til þess að hann gæti greint hvað það var. Hann stóð hreyfingarlaus eins og stein- * gervingur og starði á hana þeg- ar hún veifaði aftur og benti á hlut, sem hún hélt á í hendinni. Allt í einu stökk hún niður í smá kænu við bryggjuna og reri lífróður á eftir Gabríel II. Hún hlýtur að hafa fundið nafnið mitt í hluthafaskránni, hugsaði Jack 'kuldalega. Þetta er síðasta, örvæntingarfulla tilraunin til að ná í mig. Snekkjan sveigði varlega milli OKTÓBER, 1955 13

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.