Heimilisritið - 01.10.1955, Qupperneq 18
— Nei, sagði Jack. — Nú er
mér sama um allt.
Máninn sveif hátt í skýjum yf-
ir Vineyard Haven og varpaði
mjúkum bjarma á hvítskúrað
þilfar Gabríels II. Ekkert rauf
kyrrðina, nema öldugutlið við
bryggjustólpana og marrið í
skóm Jacks þar sem hann gekk
fram og aftur um þilfarið.
— Hættu þessu rápi, elskan,
sagði Lísa. Hún lá á mjúkum
silkipúðum á afturþilfarinu. —
Ættum við ekki að skreppa inn
í bæinn og fara á einhvern næt-
urklúbb?
— Hvað segirðu?
Hún brosti. — Þú ert ennþá að
hugsa um þessa kvensnift. Ég
held þú hefðir gott af að sjá
hana aftur í sínu rétta og sóða-
lega umhverfi.
— Ef til vill. Jack andvarp-
aði. — Ég verð að minnsta kosti
að kveðja Clambake. Hann var
svo vingjarnlegur við mig.
— Allir eru vingjarnlegir við
þig. Það er eitt af þeim hnoss-
um, sem fylgja því að vera rík-
ur.
Hljómsveitin hvíldi sig þegar
Lísu og Jack var vísað til sætis.
Jack bað unnustu sína að afsaka
sig andartak og gekk upp að
hljómsveitarpallinum.
— Halló, Clambake, kallaði
hann.
Klarinettleikarinn leit upp og
hrukkaði ennið. — Gott kvöld,
herra Sheffield. Jack lagði hönd-
ina á öxl Clambakes og sagði al-
varlega. — Það hefur ekkert
sletzt upp á vinskapinn, er það?
Clambake virti hann fyrir sér
lengi. Svo sagði hann: — Þér
hafið tónlistarhæfileika, herra
Sheffield en þér eruð ekki sér-
staklega skarpskyggn. Millie
hefur grátið í allan dag.
Jack andvarpaði þungan. —
Ef ég vissi ekki að kvenfólk hef-
ur einkarétt á slíku, hefði ég
sjálfur grenjað.
Clambake fitlaði vandræðalega
við klarinettið. — Ég er giftur
og á fjögur böm, Jack, og ég
spyr yður sem faðir: Hafið þér
horft nógu vandlega á Millie?
— Já!
— Og haldið þér samt að þér
séuð fyrsti auðugi maðurinn,
sem hefur biðlað til hennar? En
þér eruð fyrsti maðurinn, sem
hún hefur orðið ástfangin af. Ef
til vill vegna þess hvað þér leik-
ið vel á trompet.
— En hún--------.
— Ef hún væri á snöpum eft-
ir auðugum mönnum gæti hún
verið gift minnst tólf sinnum.
Einn þeirra — hann var reynd-
ar prýðis náungi — var svo á-
16
HEIMILISRITIÐ