Heimilisritið - 01.10.1955, Side 20

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 20
um héldu að þeir væru uppá- haldsbörn guðs-föðurs-almátt- ugs af því þeir áttu dálítið gild- ari sjóð en aðrir, og þess vegna spurði ég. Skipverjar þínir sögðu að þú værir ágætur. — Þeir hafa allir verið gerðir að skipstjórum núna, sagði Jack hjartanlega. Lísa kom þjótandi um leið og Jack faðmaði Millie að sér, en hann bandaði henni frá sér. Hann kyssti Millie löngum, heit- um kossi og áttaði sig ekki á því að þau voru stödd í þétt- skipuðu veitingahúsi fyrr en lófatak kvað við utan úr salnum. — Ég þarf að gera þér játningu, ástin mín, sagði hann. — Ég var viti mínu fjær í dag og fékk mann til að eyðileggja húðstung- una. Hann bretti upp erminni og sýndi henni reifaðan handlegg- inn. — Jæja, það gerir ekkert til, muldraði Millie. — Ég hefði hvort sem er ekki getað afborið það, að þú hefðir þessa kven- mannsmynd á handleggnum til samanburðar þegar ég er orðin gömul og ljót. Hún kyssti hann hugsandi á nefbroddinn. — En hver var hún annars, elskan? — Hver var hver? — Stúlkan á handleggnum á þér? — Æ, nei, stundi Jack. — Nei, nei, nei! * Ný tegund keðjubréfa Sagt er að ný tegund keðjubréfa hafi byrjað og átt upptök sín í Reno í Bandaríkjunum. Kafli af bréfínu mun vera á þessa leið: „Sendu eintak af bréfinu til fimm karlmanna, sem þú þekkir, pakkaðu kon- unni þinni inn og sendu manninum, sem er nafngreindur efst á nafnalistanum. Þegar nafn þitt verður efst á listanum, muntu sjáif- ur fá sendar 15176 glæsilegar stúlkur. Slíttu ekki keðjuna. Einn mað- ur gerði það. Hann fékk konuna sfna endursenda.“ — New Klerksdorp Record, Suður-Afríku. Flughraði Ökufantur: „Ók ég of hratt?“ Lögregluþjónn: „O-fjanda komið. Þér fluguð of lágt!“ 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.