Heimilisritið - 01.10.1955, Qupperneq 23

Heimilisritið - 01.10.1955, Qupperneq 23
grænu damaski og dökku leðri, slagharpa og margt bóka. Klæðnaður Adrienne heima fyrir er einfaldur, en dýr. Hún á átján slíka kjóla. Hún kann að meta góðan mat, matarveizl- ur hennar eru annálaðar. Hún elskar ilmvötn, blóm og allt, sem fegrar lífið. Mesta yndi hennar era að lesa skáldsögur, og öllu öðru fremur sögulegar bækur. í þær sækir hún styrk fyrir í- myndunarafl sitt og huggun 1 mótlætinu. í þessu fagra umhverfi tekur hún á móti Voltaire, sem er þeg- ar orðinn frægur rithöfundur. . . í sama skiptið er þar staddur annar gestur, ungur maður, d’- Argental greifi. Hann er allt að því barnalega ástfanginn af leik- konunni, hann bíður hennar við dyr leikhússins, sendir henni gjafir og skrifar bréf. . . . Hún verður að hella olíu á öldurnar til að lægja ólguna í sál hans og skifar honum: „Getur það verið, að þér, sem eruð svo gáfaður, hafið svona litla sjálf- stjóm? Með því náið þér ekki öðru en að koma mér í óþægilega klípu, að ekki sé verra sagt.“ En hér varð engu um þokað. Mótstaðan gerði d’Argental bara enn æstari. Hann sat í stúku sinni í leikhúsinu hvert einasta kvöld, sem draumadís hans lék. Heilsu hans hrakaði, hann fór að tala um að deyja. Einn góð- an veðurdag lýsti hann yfir því, að hann ætlaði að kvænast Mlle Lecouvreur. En það gat ekki gengið. Móðir hans, Madame de Ferriol, fór að tala um að senda hann til San Domingó. Það var ekki af siðavendni, heldur sök- um venjunnar, — það er nú einu sinni svo, að menn kvænast ekki leikkonum! Adrienne vildi gjarna sefa hina áhyggjufullu móður, en fékk ærið kuldalegar viðtökur. Þá skrifaði hún henni bréf. í því eru þessi orð: „Ég bið yður þess enn einu sinni, frú, að eiga samvinnu við mig um að eyða þeim veikleika, sem gripið hef- ur son yðar og sem veldur yður svo mikilli gremju. Ég á enga sök á þessu, hvað sem þér segið. Sýnið honum hvorki lítilsvirðingu né beiskju. Þrátt fyrir innilegan vinar- hug og virðingu, sem ég ber til hans, vil ég heldur taka á mig allt hatur hans en að freista hans á nokkum hátt til að gleyma þeirri tillitssemi, sem honum ber að sýna yður.“ Hin sanna hefðarkona var að þessu sinni ekki Madame de Fe- riol, heldur leikkonan. Afleið- ingarnar urðu þær, að ástarofsi d’Argentals sefaðist smám sam- an og breyttist í hófsamlega vin- áttu. Athyglisvert er það, að bréfið kom ekki fyrir augu hans fyrr OKTÓBER, 1955 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.