Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 37
um leið og hún brosti til mín, en
það var heldur seyrið bros. Á
þeirri stundu fannst mér hún
andstyggileg. En ég var umboðs-
maður hennar, og fjármál eru
fjármál. Ég hafði barizt hetju-
lega til að skapa henni framtíð,
en í kvöld hafði hún líka staðið
sig vel. Hún hafði efnt öll loforð
sem ég hafði gefið fyrir hennar
hönd. Loksins hafði hún sigrað.
En ég kenndi í brjósti um
Louise, og það var ómerkilegt af
'Sylvíu að taka sigrinum á þenn-
an hátt.
Samkeppnin milli Sylvíu og
Louise hafði smám saman
breytzt í miskunnarlausa styrj-
öld, þar sem öllum vopnum var
beitt.
Louise var stjarna. Frægð
hennar stóð föstum rótum í
hugum leikhússgesta þegar Syl-
vía stakk fram dökkum kollin-
um og gagnrýnendurnir úr-
skurðuðu að hún væri efnileg.
Frá þeirri stund var það tak-
mark Sylvíu að komast framar
Louise, og það svo rækilega, að
Louise hyrfi í skugga hermar.
Við, sem fylgdumst með leik-
íerli hennar, höfum nú beðið
þess í fimm ár að hún næði þessu
takmarki. Og í kvöld hafði henni
tekizt það. Sylvía hafði bæði
hæfileikana og óskammfeilnina.
Leiktækni hennar var góð — og
hún var lagleg. Bæði andlit
hennar og vöxtur uppfylltu all-
ar kröfur, sem gerðar eru til
stjörnuleikara nú á tímum.
Sylvía hafði góð spil á hend-
inni og hún spilaði þeim út án
þess að taka tillit til þess að
Louise hafði líka sæmileg spil:
hún hafði meðfæddan yndis-
þokka og hún virtist vera fædd
undir heillastjörnu.
Louise horfði á alla, sem hún
talaði við eins og viðkomandi
persóna væri eina manneskjan
1 heiminum og hún væri því feg-
in. Rödd hennar var mjúk og
seiðandi. Vöxtur hennar . . .
Jæja, hún var dálítið þrýstnari
en krafizt er af ungum stúlkum,
en þó ekki til lýta — en aðal-
atriðið var að hún var aðlaðandi
og vissi hvemig hún átti að hag-
nýta sér það.
Það var auðskilið að hún var
augasteinn leikhússgesta. Það
varð smám saman dálítið erfið-
ara að átta sig á því að gagnrýn-
endurnir héldu áfram að hrósa
henni, en það hefur sennilega
verið bros hennar, sem bræddi
ísinn í blekbyttum þeirra. Hún
naut sem sé líka hylli blaðanna,
og það var það, sem Sylvíu sám-
aði mest. Hún var gædd ríkari
hæfileikum en Louise — að
sjálfs sín áliti — og henni var
mikið í mun að sjá það svart á
OKTÓBER, 1955
35