Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 40

Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 40
þangað til hún var komin inn í herbergi sitt. Ég veitti Slyvíu þriggja mín- útna frest til að jafna sig áður en ég fór inn til hennar. Hún brosti til mín. Hún var í óða önn að tína upp glerbrot af gólfinu, og malaði eins og köttur, sem nýverið hefur verið 1 áflogum. Ég verð að játa að ég hafði litla samúð með henni. — Það er heimskulegt að eyða orðum á svona fólk, sagði Syl- vía, — en þetta var síðasta tæki- færið hennar. Hún heldur sér áreiðanlega á mottunni þegar hún hefur lesið blaðadómana á morgun. — Það vona ég, sagði ég. — Er eitthvað að, Harry? Hún leit forvitnislega til mín. — Þú sagðir þetta svo undarlega. Hef- ur eitthvað komið fyrir? Ég dró andann djúpt áður en ég svaraði: — Hlustaðu nú á mig. í kvöld hefurðu unnið stórsigur. Áhorf- endurnir voru stórhrifnir, og það voru gagnrýnendurnir líka, og þeir þegja ekki um það. Ég skal hafa samband við þá og reyna að undirstrika sigurinn. Leiksins ætti að verða getið undir stór- um fyrirsögnum á morgun. Þú hefur fulla ástæðu til að vera ánægð, Sylvía . . . og reyndu þá að vera það! Hvort ég er ánægð- ur eða ekki — það er mitt einkamál. . . . Við skulum flýta okkur niður í veitingasalinn. Blaðamennirnir og vinir þínir bíða! Hún fylgdist með mér þegj- andi. . . . VEIZLAN fór fram nákvæm- lega eins og aðrar veizlur sömu tegundar. Ræður og tildrykkjur skiptust á unz allir voru dauð- leiðir. Lampar blaðaljósmynd- aranna leiftruðu án afláts. Og enginn minntist á það einu orði, að Louise var ekki viðstödd. En ég vissi að allir höfðu veitt því athygli að stóll hennar var auður. Ég bölvaði í hálfum hljóðum og gekk heim í hátt- inn. . . . Forvitni mín um það, hvað leikdómarnir segðu morguninn eftir, var ekta. Ég hafði unnið að því árum saman að ryðja Sylvíu brautina fram til sigurs. Nú var ég fullur eftirvæntingar að sjá, hver árangurinn hafði orð- ið. Ég opnaði blöðin og leitaði meðal stórfyrirsagnanna að nafni leikhússis. Ég fann það og las og stakk blöðunum niður í skjalatöskuna. Ég flýtti mér út með illkvittnislegt glott á vör- unum, svo fólk, sem ég mætti, 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.