Heimilisritið - 01.10.1955, Page 51

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 51
Saga eftir H. LIND ■ Hann beizlaði ótemjuna ,,Mig varðar ekkert um, hver þú ert, eða hvaða starj þú hejur,“ sagði hún. ,,Það eina, sem ég spyr um, er: Elskarðu mig ?“ RICHARD MEINEL stóð við borðstokkinn á „Suðurkrossin- um“ og horfði í átt að sjóndeild- arhringnum. Gestirnir, sem hinn vellauðugi Wooley hafði boðið í þessa ferð, sátu og sóluðu sig í allavega litum stólum á þilfar- inu. Richard sneri sér við og kveikti í sígarettu. Augu hans litu áhugalaust yfir þilfarið og staðnæmdust við autt svæði, þar sem verið var að leika Badmin- ton. Það var einkum ung og grönn stúlka í stuttbuxum og fleginni blússu, sem hann veitti athygli. Það glampaði á gullrautt hár hennar í sólskininu, þar sem hún sló boltann, þegar hann kom frá mótleikara hennar. Rauðar var- irnar brostu eggjandi, og það var næstum hættulegt blik í grænu augunum. Hún var ástæðan til þess að Richard Meinel var um borð. Hann hafði fengið það verkefní hjá föður stúlkunnar, miljóna- mæringnum O’Brien, að varna því, að hún giftist Franz greifa. Katrín hafði hleypt öllu' í bál og sagt föður sínum, að hún myndi gera það gegn vilja hans. Meinel hafði verið viðstaddur rifrildið á milli föður og dóttur, en snúið baki að, svo hún sá ekki andlit hans. Hún hafði ver- ið alltof upptekin af því sem fór á milli hennar og föður hennar til þess að taka eftir honum. Meinel var þarna að bjóða miljónamæringnum uppfinningu fyrir verksmiðju hans, en með henni gat hann aukið framleiðsl- una. En hann sagði nei. Slík vél var þegar til. En á eftir hafði O’Brien boðið honum tvö þús- und dollara, ef hann vildi gæta Katrínar, og sjá um að hún gift- ist ekki greifanum. Hann gekk OKTÓBER, 1955 49

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.