Heimilisritið - 01.10.1955, Qupperneq 52

Heimilisritið - 01.10.1955, Qupperneq 52
að því. O’Brien hafði fengið handa honum boðskort í ferðina. f vasanum hafði hann skjal, þar sem O’Brien gaf honum frjálsar hendur til að framkvæma verk sift. En hingað til hafði hann ekki þurft að brjóta heilann mikið um verkefnið, því að trúlof- unin hafði ekki enn verið til- kynnt, og að því er hann bezt gat séð, var Katrín ekki mjög ástfangin af greifanum. Hún var miðpunktur samkvæmislifsins um borð. Um hana flokkuðust karlmennirnir eins og flugur um sykurmola. Vika var liðin. Snekkjan klauf öldur Kyrrahafsins. Gleðin um borð var á hápunkti. Það var dansað og duflað, kysstst og hvíslazt á ástheitum orðum. Ric- hard tók ekki mikinn þátt í þessu, heldur spilaði við eldri karlmennina. Hann hafði ekki kynnzt Katrínu neitt nánar, því hann langaði ekkert til að láta spenna sig fyrir sigurvagn henn- ar, en þetta gerði hann aðeins girnilegri í augum Katrínar. Hún hafði nokkrum sinnum tekið eftir að hann leit eitthvað svo rannsakandi á hana. Henni virtist meira að segja að hann vaktaði hana. Ef hún hefði ekki verið svona upptekin af að skemmta sér hefði hún sjálfsagt getið sér til um sannleikann, því hún var ekki aðeins falleg, held- ur einnig vel gefin. Þar að auki þekkti hún föður sinn og vissi, að hann gæfist ekki upp í fyrstu umferð. Það var Katrín, sem gaf Ric- hard nafnið „einsetumaðurinn“. Hann komst ekki hjá að heyra það og honum var ekki sama. Hann var vanur að fara snemma á fætur og fá sér bað í sundlauginni, þegar aðrir sváfu og hann gat verið einn. Morgun nokkurn var hann eins og venju- lega á leið í sundlaugina. Enginn var í lauginni og hann kastaði sér út í, kafaði til botns og synti síðan í kafi yfir að hinum bakk- anum. Þegar hann kom upp á yfirborðið og hristi vatnið úr hárinu, heyrði hann stríðnislega rödd, sem hann hafði oft heyrt áður. „Góðan daginn, herra einsetu- maður!“ Þarna stóð Katrín og brosti stríðnislega til hans. Ekki gat hann vitað, að hún hafði kom- izt að því, að hann væri vanur að vera þarna á hverjum morgni. Hún hafði fengið þá hugmynd að draga hann úr hýði sínu. Og með sinni venjulegu þrjózku, bauð hún þreytunni birginn, og fór snemma á fætur til þess að geta hitt hann ein. 50 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.