Heimilisritið - 01.11.1957, Page 37

Heimilisritið - 01.11.1957, Page 37
hans, andlit og töfrandi persónu- leiki, var það eina, sem ég tók eftir. Eg hafði aldrei þorað að láta mig dreyma um slíka yndisstund né um svona dásamlegan mann. Eg vissi, að ég var ekki falleg né eftirtektarverð á neinn hátt. Ég var ljóti andarunginn í fjölskyld- unni — ég vandist þeirri hug- mynd löngu áður en yngri systur mínar giftust. ,,Þykir yður gott kampavín?“ spurði Ray. ,,Ég — ég held það,“ stamaði ég. ,,Ég hef ekki oft brágðað það.“ ,,Jæja, við skulum ganga úr skugga um það núna,“ sagði Ray og kallaði á þjóninn. ,,Þetta er hátíðlegt tækifæri. Það er ekki á hverjum degi að maður á kost á að hitta fallega stúlku eins og yð- ur. Ég verð í borginni nokkrar vikur, áður en firma mitt sendir mig í verkfræðileiðangur eitthvað annað. Má ég bjóða yður út aft- ur fljótlega ?“ Ég sagði, næstum hvíslandi: ,,Þakka yður fyrir — það yrði gaman,“ — sat síðan og drakk kampavínið og bað þess með sjálfri mér, að áhugi hans á mér yrði til frambúðar. O, hve ég von- aði það ! Ég var í himneskri sælu, er við ókum heim, ég veit ekki, um hvað við töluðum, raunar var ég í slíkri vímu, að ég skvnjaði ekki annað en ánægju- og sælutilfinningu. Þegar við komum heim, hélt ég eitt andartak, að Ray ætlaði að kyssa mig. Hann stóð í dyrunum og leit niður á mig með slíkri ástúð í brúnum augunum, en hann þrýsti aðeins olnbogann á mér og sagði: ,,A morgun er sunnudagur. Hversu mikið af honum getur þú veitt mér?“ ,,Komdu í hádegisverð,“ sagði ég og þakkaði guði fyrir, að hann skyldi vilja hitta mig aftur og svona fljótt. ,,Þakka þér fyrir þetta yndis- lega kvöld,“ sagði hann og fór. * * * VENJULEGA leyfði ég mér að liggja til klukkan níu á sunnu- dagsmorgna. En þennan dag hafði ég enga tilhneigingu til leti. Ég fór á fætur eldsnemma, fág- aði og tók til í húsinu og tilreiddi steikina. Það var dásamlegt að hugsa til þess, að Ray myndi borða með mér. Ég hef aldrei vandað mig eins með nokkra mál- tíð, og það var tilvinnandi, því Ray hefði ekki getað hrósað mér meir. Þann dag kyssti hann mig. Það virtist ekki nema sjálfsagt, því slík hlýja og vinátta var orðin okkar í milli, og slík hrifning — að minnsta kosti frá minni hálfu, og frá hans líka, að ég hélt. HEIMILISRITIÐ 35

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.