Heimilisritið - 01.11.1957, Page 54

Heimilisritið - 01.11.1957, Page 54
„1 guðanna bœnum bjargið mér frá Riíssnnum," hvíslaði Gardy og leit biðjandi augtim á Þjáðverjann unga. Varð njósnari til að frelsa unnusta si?in „NJÓSNIR er verri glæpur en morð! Morðingi drepur aðeins einn, máske tvo, eða jafnvel 20 — en njósnari stofnar öryggi Keill- ar þjóðar í hættu !“ Þannig þrumaði saksóknari fyr- ir rétti í Vestur-Þýzkalandi fyrir tveim árum . . . og í sæti ákærða sat hin fagra Gardy Schmidth og vissi nú loksins að braut hennar í ást og óhófi var á enda. í dag, þegar þúsundir flótta- manna streyma gegnum járn- tjaldið, og fæsta er hægt að yfir- heyra rækilega — og hver sem er getur verið hættulegur njósnari — kemur mál Gardy Schmidt við yfirvöldin sem ónotaleg aðvörun. „ÉG VARÐ HRÆDD“ Því Gardy var líka járntjalds- flóttamaður, þóttist vera að flýja ógnarstjórn kommúnista í Austur- Þýzkalandi. Hún beið ásamt öðr- um eymdarleg í flóttamannabúð- um, og þuldi sögu sína í eyru samúðarfullra embættismanna. Og það var góð saga. Sovétyfir- menn hennar höfðu séð til þess. Hún var glæsileg, dökkeyg með 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.