Fréttatíminn - 20.09.2013, Qupperneq 8
Laaaaaaaaaangbestar?
Mörgum finnst Superfries vera laaaangbestu
frönskurnar og þær eru nú betri en nokkru sinni
áður. Sérvaldar kartöflur, steiktar í repjuolíu og
kryddaðar með sjávarsalti. Prófaðu núna!
Tveir
þriðju Ís-
lendinga
eiga snjall-
síma en MMR
kannaði á tímabilinu
30. ágúst til 3. september
farsímanotkun Íslendinga
og viðhorf til ólíkra farsíma
tegunda. „Vinsældir snjallsíma
meðal Íslendinga halda áfram
að aukast,“ segir í greinargerð
með könnuninni.
„Af þeim sem tóku afstöðu
sögðust 66,4% eiga snjallsíma
nú, borið saman við 53,8% í
október 2012 og 38,0% í nóvem-
ber 2011. Til samanburðar
sögðust 68% í Bretlandi eiga
snjallsíma, 52% í Bandaríkj-
unum, 64% í Rússlandi og 60% í
Brasilíu.
Af þeim sem tóku afstöðu
sögðust flestir nota farsíma frá
Nokia eða 32,6%. Þegar svar-
endahópnum var skipt eftir því
hvort símtæki svarenda voru
snjallsímar eða ekki kom hins
vegar í ljós verulegur munur á
fjölda notenda með Nokia síma.
Þannig voru 78,0% þeirra sem
nota hefðbundin símtæki sem
sögðust mest nota Nokia síma.
Á móti voru aðeins 10,1% þeirra
sem sögðust vera með snjall-
síma með símtæki frá Nokia.
Hlutdeild Nokia meðal snjall-
símanotenda var því lægri en
meðal notenda á hefðbundnum
farsímum. Hlutdeild Nokia á
meðal snjallsímanotenda hefur
lækkað stöðugt frá því í nóvem-
ber 2010 þegar hún mældist
50,8%.
Flestir snjallsímanotendur
voru með símtæki frá Sam-
sung eða 36,7% þeirra sem tóku
afstöðu til spurningarinnar.
Hlutdeild Samsung meðal
snjallsímanotenda hefur aukist
stöðugt frá því í nóvember 2010
þegar hún mældist 3,8%. Hlut-
deild Apple (iPhone) á snall-
símamarkaði hefur einnig
aukist og mælist nú 32,3%, borið
saman við 5,6% árið 2010. Hlut-
deild annarra framleiðenda á
snjallsímamarkaði hefur ýmist
staðið í stað eða dregist saman.“
Þegar spurt var hvaða vöru-
merki yrði líklegast fyrir valinu
ef keyptur væri snjallsími í dag
sögðu flestir Samsung og næst
flestir sögðu Apple (iPhone).
- jh
Farsímar samsung og iPhone stinga aF
Snjallsímar njóta sífellt meiri vinsælda
meðal Íslendinga. Ljósmynd/NordicPhotos/
GettyImages
Tveir þriðju
eiga snjallsíma
Fasteignamarkaður Lúxusíbúðir seLjast veL og FLeiri í byggingu
Lúxusíbúðirnar rjúka út
m argir virðist hafa peninga á milli handanna og geta
leyft sér að festa kaup á
eign sem þeim þykir henta,
hvort sem það eru lúxus-
íbúðir eða hefðbundnar nýjar
íbúðir. Ef fólk finnur réttu
eignina setur það verðið ekki
endilega fyrir sig og margir
eru tilbúnir að bíða eftir réttu
íbúðinni,“ segir Óskar R.
Harðarson, framkvæmda-
stjóri fasteignasölunnar
Mikluborgar en á næstu
misserum mun framboð af
nýbyggingum á eftirsóttum
svæðum aukast verulega.
Samkvæmt upplýsingum
Fréttatímans er mikil eftir-
spurn eftir lúxusíbúðum á
fasteignamarkaði um þessar
mundir og seljast eftirsótt-
ustu íbúðirnar á háu verði.
Aðeins tíu íbúðir eru
óseldar í háhýsinu að Lindar-
götu 37 sem afhent verður í
nóvember. Það er ellefu hæða
og stærsta íbúðin er 254
fermetrar að stærð. Að sögn
Óskars eru allar íbúðirnar á
þremur efstu hæðunum seld-
ar en enn er hægt að næla sér
í stærri íbúðir á sjöundu og
áttundu hæð auk þess sem
sex minni íbúðir eru óseldar.
Nýlega hófust framkvæmd-
ir við glæsilegt fjölbýlishús á
Hrólfsskálamel á Seltjarnar-
nesi en fyrir var eitt nýlegt
hús þar sem bróðurparturinn
af íbúðunum er þegar seldur.
31 íbúð verður í nýja húsinu,
þær minnstu eru 90 fermetr-
ar en sú stærsta er um 260
fermetrar. Ekki er enn farið
að auglýsa íbúðirnar til sölu
en þó hafa tilvonandi kaup-
endur þegar látið taka sex
íbúðir frá. Þar á meðal eru
tvær stærstu íbúðirnar.
Sömuleiðis hefur þegar
verið selt töluvert af íbúðum
í byggingu sem er að rísa við
Mýrargötu 26, við höfnina
í Reykjavík. Alls verða 68
íbúðir í húsinu og er tuttugu
og ein þegar seld. Fermetra-
verðið í húsinu er á bilinu 400
þúsund til 590 þúsund krón-
ur. Samkvæmt upplýsingum
Fréttatímans seldist ein íbúð
á sjöundu hæð með útsýni
yfir höfnina og til Hörpunnar
á því toppverði á dögunum.
Fleiri nýbyggingar með
íbúðum á eftirsóttum
svæðum munu rísa á næstu
misserum. Á Lýsisreitnum
í Vesturbæ Reykjavíkur
munu rísa 144 íbúðir, meðal
annars í níu hæða húsi og þar
verða glæsilegar lúxusíbúðir
með sjávarútsýni. Óskar hjá
Mikluborg segir að Lýsis-
reiturinn sé mjög áhugavert
verkefni enda hafi það ekki
gerst í háa herrans tíð að
byggt sé af krafti í Vestur-
bænum sem er ávallt vinsælt
hverfi.
Í Mánatúni í Reykjavík
er nú unnið að byggingu
þriggja fjölbýlishúsa þar sem
samanlagt verða um 175
íbúðir. Margar af þeim verða
með glæsilegu útsýni og falla
í flokk lúxusíbúða.
Á Garðatorgi í Garðabæ
rísa allt að átta hæða bygg-
ingar sem verða á besta stað
í miðbæ bæjarins. „Þetta
er mjög spennandi svæði
sem gjörbreyta mun ásjónu
bæjarins,“ segir Óskar sem
sjálfur býr í Garðabæ. „Þarna
verða vandaðar íbúðir í
háum gæðaflokki, örstutt frá
verslun og þjónustu.“
Allra stærstu lúxusíbúðirn-
ar á efstu hæðum sem seljast
hér á landi kosta sumar
hverjar vel yfir eitt hundrað
milljónir króna. Óskar segir
að ekki séu margar slíkar í
boði og því kosti það sitt að
festa sér eina slíka. Þessar
íbúðir eru enda oft á tíðum
það stórar að þær eru nánast
eins og einbýli á einni hæð
sem þykir eftirsótt. „Þess ber
þó að geta að í öllum þessum
húsum verða íbúðir sem
henta kaupendum sem leita
að nýjum vönduðum íbúðum í
öllum verðflokkum, miðað við
stærð, gæði og staðsetningu.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Næg eftirspurn er eftir lúxusíbúðum á höfuðborgar-
svæðinu. Stærstu íbúðirnar eru um 250 fermetrar
og fermetraverðið slagar upp í sex hundruð þúsund
krónur. Flottustu íbúðirnar eru nánast einbýli á einni
hæð sem er eftirsóttur lúxus, segir fasteignasali.
Á Mýrargötu 26 er fermetraverðið á bilinu 400 til 590 þúsund krónur.
Ljósmyndir/Hari
Lýsisreiturinn í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun níu hæða fjölbýlis-
hús með 144 íbúðum rísa.
Á Hrólfsskálamel verða stærstu íbúðirnar 260 fermetrar. Tvær stærstu
íbúðirnar eru fráteknar þó ekki sé byrjað að auglýsa íbúðirnar.
Aðeins eru tíu íbúðir óseldar í húsinu að Lindargötu 37 sem er til
vinstri á myndinni. Allar íbúðirnar á þremur efstu hæðunum eru seldar.
8 fréttir Helgin 20.-22. september 2013